Skírnir - 01.01.1936, Side 39
Skírnir]
Jarteiknir.
37
menn. Vatnsvígslur Guðmundar, sem þó voru frekar
grandalitlar, mættu mótstöðu úr ýmsum áttum. Sagan
segir, að erkibiskup hafi vítt þær (bls. 575 o. áfr.), og
Árni biskup lætur ónýta Keldnabrunn, sem Guðmundur
hafði vígt (bls. 612). Ljótur prestur í Árnesi kvað brunn-
vígslur Guðmundar lygi og lokalausu „ok mikla ábyrgð
at fara með slíkan hégóma, at trúa á vötn hans ok
steina“. Ljótur fær, að því er sagan segir, „makligar
skriptir", því að sonur hans féll í sjóinn og raknaði ekki
við fyrr en heitið var á Guðmund og vatni hans stökkt á
sveininn.1) Annars verður ekki sagt, að Guðmundur sé
neitt hefnigjarnari við þá, sem amast við helgi hans, en
aðra; og sagt er af brunni á Reykhólum, sem hann vígði,
en þeir „migu í síðan til háðs við hann, en þó batnaði eigi
síðr en áðr við þat vatn“ (bls. 457).
Auk þess að Guðmundur vígði brunna og fór með
yfirsöngva, safnaði hann helgum dómum og gaf ýmsum
flJönnum. Þetta var algengt á miðöldunum. Páll biskup
gaf mörgum mönnum helga dóma af klæðum Þorláks.2)
Guðmundur hafði líka þann vanda á helgum dögum og
hátíðum að láta menn kyssa helga dóma. Að þessu beina-
fargani hefir þó ekki öllum getizt; einn maður lézt ekki
vita, hvort þetta væru heldur heilagra manna bein eða
hrossbein. Guðmundur stefndi honum um guðlöstun og
fékk sjálfdæmi fyrir (bls. 449—50).
Saga er til af því, að strákur ætlaði einu sinni að
ginna Guðmund. Hann hljóp alsnakinn einn morgun fyrir
biskup og biður hann að gefa sér eitthvað að vera í. „Áttu
enga klæðaleppana, sonr?“ segir biskup. „Já, alls enga“,
segir sveinninn. „Allóbirgr þykki mér þú vera, sonr
minn“, segir biskup, „ok má eigi þat vera, at ek ráða
eigi ór við þik. Nú mun ek vísa þér til fataleppa, er María
1) Bls. 610. í þessari sögu kemur fyrir orðaleikur með sam-
nafnið kálfr og mannsnafnið Kálfr, sem er alkunnur úr Víga-
Glúms sögu.
2) Bls. 440, 193, 468; 313—14.