Skírnir - 01.01.1936, Síða 40
38
Jarteiknir.
[Skírnir
hefir sent þér, ok eru þeir niðri á mýri undir torfstakki
þeim, er first er bænum“. Sveinninn varð fár við, lézt
ekki geta farið þangað nakinn, en biskup skipar honum
að fara eigi að síður og sendir með honum tvo klerka.
Fara þeir nú og finna undir torfstakknum vonda larfa,
og kemur það nú upp, að strákur á þá sjálfur og hafði
falið þá þar. Nú taka klerkarnir hann og færa biskupi
nauðugan; segja þeir nú allt eins og er. Biskup mælti þá:
„Hví vildir þú, kollr minn, ljúga at okkr Maríu“. Strák-
ur segir þá eins og er, og hefir nú munninn fyrir neðan
nefið: „Ek ætlaða, biskup, at þú myndir ekki til vita ...
hvar ek hefða kastat fatatötrum mínum, en ek vissa, at
þú myndir annathvárt gefa mér betri eða enga; vissa ek
ok þat, at ek mynda eigi þessa missa at heldr, sem nú
máttu sjá; en nú máttu ráða, hvárt þú leggr nökkut fram
fyrir Maríu, því at ekki þykki mér hon gefa mér þessa
tötra“. Biskup brosti að svörum hans og mælti: „Guð ok
María gefr allt þat, er betra er at hafa en án at vera, ok
hafðu nú 12 álnir vaðmáls til Maríu þakka“. (Bls. 599
—600.)
Það eru ekki allar íslenzku jarteiknasögurnar eins
glettnislegar á svipinn og þessi; út úr flestum skín alvara
og einfeldni. En þessi saga gefur ósvikna mynd af hinni
miklu mildi dýrlinganna, mildi, sem er fléttuð saman við
vizku, víður faðmur, sem er öllum opinn. Allir, háir og
lágir, auðugir og snauðir geta komið til þessara „full-
trúa“ með sín áhugamál, hvort sem þau eru stór eða smá.
Verkkona týnir félitlu nisti, sem önnur kona léði henni,
fátækur maður týnir fjötri af hesti, — þau biðja Þorlák
hjálpar af einföldu hjarta, og hann er búinn til að líkna
þeim, engu síður en hjónunum, sem misstu í sýruker son
sinn, er þau unnu sem sjálfum sér, eða sjómanninum,
sem bað hann hjálpar, þegar stormurinn bar hann upp
að reginhömrum. Engar mannlegar raunir láta þessir
dýrlingar sér óviðkomandi.
Hið milda andlit dýrlingsins er þó um leið karlmann-
legt. Það geta vel verið þeir meinbugir á, að ekki sé þeg-