Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 41
Skírnir]
Jarteiknir.
39
ar orðið við áheitinu, einhverjir annmarkar, óbættar
syndir, gáleysi, hirðuleysi um að signa sig, gamalt heit
óinnt af hendi eða þvílíkt. En þetta ber sjaldan við, og
skilyrðin eru fjarlæg öllu ofstæki eða tiktúruskap. Strang-
ar meinlætakröfur koma þar ekki fyrir. Hve dýrlingur-
inn getur litið skynsamlega á hlutina, sýnir sagan af
nianni einum, sem var goldin blind ær. Þessi maður var
fésnauður, „en drengr góðr ok karlmaðr í skapi, ok átti
fjárhlut at gjalda til staðarins í Skálaholti ok var mjök
vanfær til at gjalda. Kom honum síðan þat í hug, at enn
sæli Þorlákr hafði gört slíka jartein eða meiri en þá, þótt
bann gæfi ánni sýn. Ætlaði hann þat fyrir sér, at fyrir-
-&efa þeim manni at fullu, er galt ána, ef hon yrði heil,
en láta hann ella aldregi hlutlausan fyrr en hann hefði
sitt. En annan dag eptir var ærin alheil ok skyggn“ (bls.
334). Og það hefir væntanlega verið langheppilegasta
niðurstaðan.
Önnur saga gerist í fjörðum, þar sem brattlendi var,
íjall hátt skammt frá bænum og gnípur stórar í fjallinu
°& fuglaberg við sjóinn. Bónda, sem Ólafur er nefndur,
kurfu naut og fundust hvergi. Nú leizt mönnum ekki á
blikuna, og var líklegast, að þau væru hröpuð fyrir björg.
Ólafur tekur það ráð, að heita að gefa Þorláki eitt naut-
ið, ef þau finnist. Nú ber svo við, að öll nautin finnast
nema eitt. Þá mælti bóndinn, sem líklega hefir ekki verið
allur þar sem hann var séður: „Sé ek nú, at Þorlákr bisk-
UP vill nú eiga uxann, sem ófundinn er, ok skal svá vera,
ef hann hittisk". Þrem vikum síðar finnst uxinn í bjarg-
bó, feitur og fullur; var hann færður þaðan í festum og
rekinn síðan í Skálholt. (Bls. 360.) Þorlákur hefir nú
kannske farið nærri um, að bónda var sá uxinn falastur,
sem hann hugði farinn fyrir björg, en ekki varð það
þeim að sundurþykki.
Eins og sjá má af því, sem nú hefir verið sagt, á
■dýrlingurinn furðanlega samleið með hugsunarhætti ís-
lenzkrar alþýðu, ekki sízt vegna mildi og karlmannlegrar
hófsemi. Þetta var frá upphafi einkenni Þorláks og Jóns