Skírnir - 01.01.1936, Page 42
40
Jarteiknir.
[Skírnir
sem dýrlinga; helgi þeirra kom ekki upp fyrr en eftir
dauða þeirra, og þó að finna mætti eitthvað í lifanda lífi
þeirra, sem ekki samræmdist meira en svo hugsunarhætti
alþýðu, þá var dauðinn svo skýr markalína, að það komst
ekki í jarteiknagerð þeirra. Um Guðmund gegnir nokkuð
öðru máli; þar voru engin slík takmörk, og hann var í líf-
inu ofsamaður, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, en
í jarteiknum eftir dauðann varð hann hinum líkur.
Ef litið er á efni jarteiknasagnanna, má sjá þar nóg-
samlega baráttu manna við hamfarir náttúrunnar, sjúk-
dóma og fátækt, en það má leita vel til að finna hér grimm-
lyndi eða það svall í viðurstyggilegum efnum, sem víða
verður vart í útlendum jarteiknabókum. Hér koma fram
sömu einkennin og áður.
IV.
Jarteiknasögurnar eru yfirleitt fábreyttar að sögu-
þræði, þegar frá eru teknar þær, sem segja frá atburðum
úr ævi Guðmundar — en þær eru töluvert fjölbreytilegri.
Annars er uppistaða sagnanna vanalegast hin sama: mað-
ur, sem er í nokkrum vanda staddur, öðlast hjálp dýrlings-
ins og þá vanalega fyrir áheit, heit eða helgan dóm. Oft
blandast þetta þrennt líka saman.
Orðið áheit þýðir: ákall, bæn, og er dregið af sagn-
orðinu heita á: skora á, ákalla; heit þýðir: loforð, af heita
e-u: lofa því. Þessum tveimur orðum var síðar blandað
saman, en í eldri heimildum eru þau aðgreind. Heitið var
í því fólgið, að maðurinn lofar að gera eitthvað, sem dýr-
lingnum er þóknanlegt, ef hann losnar úr sínum vanda.
Þetta má skoða sem samning, jafnvel sem verzlun. Það
fer eftir hvötum og sálarástandi mannsins. Stundum hef-
ir heitið sjálfsagt ekki verið annað en verzlun, gert af
köldum huga. En langoftast er þessu ekki svo farið, og
má greina tvær aðrar hliðar á þessu: annars vegar trún-
aðarsamband milli sálar í djúpri neyð og góðs hjálpanda,
hins vegar töfraathöfn, þátttaka í dularfullum krafti. Sú