Skírnir - 01.01.1936, Page 43
Skírnir]
Jarteiknir.
41
hlið málsins kemur einkanlega til greina í trú á helga
dóma og þulukenndan bænalestur; þegar heit voru fest
með pater noster■ (faðirvori) má búast við, að hugur al-
múgamannsins hafi sveigzt í þá átt. Hitt kemur ekki þessu
V1ð, hvern skilning kirkjunnar menn lögðu í þessar
athafnir, það er allt annað mál. í jarteiknabókunum seg-
lr oft, að heitið var á dýrlinginn til árnaðarorðs við guð,
Þ- e. að hann þægi manninum hjálp hjá guði; slíkt er hinn
kirkjulegi skilningur. En hvað hugsaði alþýðan, þegar
hún hét á dýrlinginn, ætli hún hafi ekki stundum beðið
hann hjálpar án þess að segja honum að öðru leyti til?
Hvað var dýrlingnum kærast, hverju var heitið? Það
er dálítið einkennilegt mál, og skal eg leyfa mér að koma
Ham með athuganir mínar á því, þó að lauslegar séu.
I gamla brotinu af jarteiknabókum Páls mun vera
sagt frá 46 jarteiknum. Þar eru 27 dæmi um áheit (o:
akall) án þess séð verði að önnur laun komi fyrir líknina
en þakklátsemi; líklega hafa menn þó oft eftir á gefið
gjafir, t. d. kerti — 130 kerti brunnu í Skálholti fyrsta
S1nn sem tíðir voru gerðar Þorláki, segir sagan (313).
Tvisvar er sunginn saltari jafnframt ákallinu, í bæði skipt-
111 af prestum; ferjumaður í Skálholti kann sig svo vel, að
hann lætur syngja 50 sinnum pater noster um leið og
hann heitir á Þorlák. Um heit eru þessi dæmi: kerti 3,
vax 1, söngvar 5, kirkjuvígsla 1, hálfur hestur 1, hálf gull-
sylgja 1, heitfé óákveðið 1. Söng er aðeins heitið á kirkju-
stöðum eða að kennimanna ráði; tvívegis er talað um 50
pater noster til dýrðar Þorláki. Átrúnaður á helgum dóm-
um 3—4 dæmi, en ber meira á annarstaðar. Aðeins þrisvar
er tilskilið árnaðarorð Þorláks, og gerast þær jarteiknir
a kirkjustöðum. Einu sinni er óskriptað, einu sinni óinnt
heit, og stendur það fyrir bænheyrslu.
Heildarsvipur jarteiknanna: Sterk, einfaldleg, alþýð-
log trúarhreyfing, vonum minna skorðuð í kerfi af prest-
um. Á fjáraflatilraunum kirkjunnar ber ekki, en að Skál-
holti hefir safnazt fé fyrirhafnarlaust.
Jarteiknir Jóns biskups í sögu hans hinni „elztu“ eru