Skírnir - 01.01.1936, Síða 44
42
Jarteiknir.
[Skirnir
líka kringum 46. Þar eru aðeins 9 sinnum áheit (o: ákall)
án frekari athugasemdar, en 5 af sögunum eru svo stutt-
aralegar, að á þær er ekki að ætla. Heit eru almenn; 3
dæmi eru um kerti, söngvar 14 — þar af pater noster 11
(t. d. þannig: 50 pater noster hvern laugardag til ártíðar
Jóns ...); Maríuvers fylgir með 4 (stundum eftir tölu-
vert margbrotnum reglum). Önnur heit (1 dæmi um
hvert): fara til Hólastaðar, sauður, fégjafir, mörk vax,
gefa fátækum mjólk á ártíð Jóns, biðja hvern dag fyrir
foreldrum Jóns; láta rita jarteiknina! Helgur dómur
kemur 11 sinnum við sögu. Árnaðarorð Jóns e. þ. h. til-
tekið 13 sinnum. Einu sinni er tilskilið af dýrlingnum, að
maðurinn skuli leggja af lausung og signa sig; síðan kem-
ur sú mikilsverða bending, að þeim Jóni og Þorláki sé
þægilegust fimmtartalan: 5 pater noster eða 15, 50
eða 150.
Heildarsvipurinn er hér: Þessar jarteiknasögur eru
gegnsýrðar af klerkareglum og bera vott um töfrablandn-
ari hugsunarhátt en hinar. Merkilegt er, að hér verður
Maríudýrkunar vart. Fésýsluandi virðist jafnlítill í þess-
um og þeim frá Skálholti.
í jarteiknum Guðmundar (eftir dauða hans) má
greina þrennt sérkennilegt. Fyrst, hve mikið ber á vatni
því, er Guðmundur hafði vígt (brunnvatni). Það er miklu
víðar en helgir dómar hinna biskupanna, sem einstaka
menn áttu. Annað er það, sem vitrunin sagði Guðmundi
kærast: „Sá maðr, sem guðs móður Marie og mínum herra
Guðmundi biskupi vill gera þægja ölmusu, fæði hann fá-
tækan mann á hvert laugarkveld . .. mun þeim ok betr
endast sinn kostr, er þessa ölmusu gera“ (II, bls. 166).
Þetta er alveg í samræmi við ölmusugæði Guðmundar í
þessu lífi. Hið þriðja var að láta syngja sálumessu föður
Guðmundar og móður (4—5 dæmi).
Annars eiga þessar jarteiknir Guðmundar mjög sam-
merkt við Þorláksjarteiknirnar frá 1300. Algengast virð-
ist nú, að menn geri heit, og heitin eru mjög oft marg-
föld, t. d. ganga í Skálholt og gefa þangað 2 aura vax,