Skírnir - 01.01.1936, Side 45
Skírnir]
Jarteiknir.
43
syngja saltara, gefa málsverð manni á Þorláksmessu —
mun þetta dæmi gefa hugmynd um flestar tegundir heita,
sem tíðkast um þessar mundir. Það er fljótséð, að í þess-
um heitum er allt annar andi en í gömlu Þorláksáheitun-
um. Kirkjan vill nú eiga bæði hjarta mannsins og pyngju
hans — og hún virðist kunna allvel skil á aðferðum
til þess.
Eg læt svo útrætt um þessar forsendur jarteiknanna.
En þungamiðja hverrar sögu fyrir sig er auðvitað jar-
teiknin sjálf, og hún er alloft atburður, sem gerist móti
allri venju og ætlun: það getur verið undursamleg lækn-
ing eða svonefnt dularfullt fyrirbrigði. Þessi hlið jar-
teiknasagnanna er vafalaust merkilegt rannsóknarefni
fyrir þá, sem á slíku kunna skil. Þeim, sem við slíkt vilja
fást, vil eg aðeins benda á það, sem sagt var um traust-
leika heimildanna hér að framan, því að án þess að gefa
honum gætur eru allar bollaleggingar um þetta gagns-
lausar.
V.
Hér að framan hafa við og við flotið með einstaka
glefsur úr jarteiknabókunum, og af þeim ætti að vera
augljóst, að í þessum ritum kennir margra grasa. Jar-
teiknin sjálf þótti svo merkileg, að einu gilti, þótt atburðir
væru á engan hátt sögulegir að öðru leyti. Þannig atvikað-
ist það, að færðar voru í letur allskonar smásögur úr dag-
legu lífi, sem hlutu að verða útundan í hinum ágætu ver-
aldlegu sagnaritum, og jarteiknabækurnar urðu þannig
fjarska auðugt og dýrmætt myndasafn úr lífi íslenzku
þjóðarinnar á þessum tíma.
Við sjáum, hversu þjóðin er á þúsund vegu bundin
við land sitt og náttúru þess. í veraldlegum sögum sér
ekki vonum oftar til veðurs; hér eru flest íslenzk veðra-
brigði. Hér er sumarregn og votviðri, svo að menn óttast
húsadropa, en Þorlákur stillir því svo til, að sólskin og
heiðríkja kemur upp úr miðjum degi. Hér eru farmenn
fyrir Austurlandi, sem aðra stundina hafa logn og þoku,