Skírnir - 01.01.1936, Síða 46
44
Jarteiknir.
[Skírnir
hina sól og landsýn; loks kemur á þá stormur, og rekur
þá vestur með landi. Fáklædd kona er á leið sinni og fær
fyrst krapadrífu, en þá grimmdarfrost með snjófalli.
Kona elur barn á fjarðarísi í frosti og hvassviðri.
Þá kemur saga með skúraveðri og þykku lofti, en
undir niðri er vatnaglaumur, og fólkið er með sama svip:
„Undir Eyjafjöllum varð sá atburðr, es fákunnlegr
er. Þar var fylgt húsa á milli sveini einum ungum, 7 vetra
gömlum eða 8, ok fylgðu honum mjök margir menn af
bæ þeim, es heitir í Arnarbæli, til þess manns híbýla, es
þat var margra manna mál, at faðir væri sveinsins, en
prestskona var móðir sveinsins, ok hafði prestrinn fært
fram sveininn þangat til, en hann var þá bæði gamall ok
fésnauðr. En þá var vatnavöxtr mikill, en þar váru vatn-
föll tvau á milli þeira bæjanna, er sveininum var fylgt, ok
hvártki gryðra (grynnra) en tók í miðja síðu hrossi ok
ó(v)æð óknám mönnum, þótt rosknir væri, fyrir strang-
leiks sökum. En er þeir höfðu niðr settan sveininn, þá fóru
þeir á braut ok aptr í Arnarbæli. En búandinn var ekki
heima á þeim bænum, es sveinninn var niðr settr, en hús-
freyja varð við óð ok keyrði sveininn höggum á braut
þegar á hæla þeim. Þá var framorðit dags ok skúraveðr
á, en sveinninn hafði skinn yfir sér“. En er nótt var kom-
in, iðraðist húsfreyjan verksins og sendi menn að Arnar-
bæli, og réðust menn þaðan í leit með þeim, en presturinn
fór út í kirkju og hét af öllum hug á Þorlák biskup. En
litlu síðar kemur sveinninn að Arnarbæli „þurr ok kátr,
svát hann var ekki vátr stórs of ökkla upp“. Hann sagði
svo frá ferð sinni, að hann fór grátandi úr garði, og hét
hann á Þorlák sem hann mátti: „Fór hann, unz hann
kom at sauðaskjóli ok sofnaði þar. En er hann vaknaði,
þá sá hann þegar bæinn í Arnarbæli ok gekk þá til húss
ok hafði ekki vatnit fundit á leiðinni, en hvergi mátti svá
fara þar á milli at mennskri ætlun, at ekki væri þau tvau
rennandi vötn fyrir, es sveinninn myndi yfir hvártki kom-
ask mega fararskjótalaust“. (Bls. 348—49.)
Líf mannsins er samgróið náttúrunni; hann þolir af