Skírnir - 01.01.1936, Síða 47
Skírnir]
Jarteiknir.
45
henni þungar búsifjar og þiggur af henni marga líkn.
Þegar þröngt er í búi — og það er oft þröngt í búi hjá
þessu fólki — er farið á fjörur að vita, hvort enginn sjá-
ist selur, eða þá að hval hafi rekið, eða þá maður situr á
ísi kaldan vetrardag, kannske kvöldið með við silungs-
veiði. En mest lifir þó mannfólkið við búnyt og sjódreg-
inn fisk, eins og Arngrími segist svo skringilega frá: „en
sá dráttr er svá laginn, at menn róa út á víðan sjá ok
setjast þar sem fjallasýn landsins merkir, eptir gömlum
vana, at fiskrinn hafi stöðu tekit; þessháttar sjóreita
halla þeir mið; skal þá renna léttri línu út af borðvegin-
um niðr í djúpit ok festa stein með neðra enda, at hann
leiti grunns; þar með skal fylgja bogit járn, er menn
kalla öngul, ok þar á skal vera agnit til blekkingar fisk-
inum; ok þann tíma er hann leitar sér matfanga ok gín yf-
ir beituna, grefr oddhvasst ok upprétt járnit hans kjapt
• • (II, 179.) Það eru margar sögur af sjómanninum, ein-
faldar, karlmannlegar sögur, með hafloft og sjávarseltu.
Eða menn hætta lífi sínu í fuglabjörgum. „Eiríkr hét
niaðr, hann var Árnason, hann var veiðimaðr mikill. Hann
fór í skor þá, er Gráhnakkaskor heitir; þat er fuglberg
Tnikit, ok skal eigi í fara fyrr en at miðjum morgni, en
eigi síðar í brott en at miðjum aptni. Nú ferr hann í bjarg-
it ok fyglir um daginn 8 hundrað eða meir, ok varð hon-
um dvalsamt í bjarginu, ok fór hann síðar ór en skyldi;
ok er hann ætlaði upp at fara, þá kom hönd fram ór bjarg-
inu mikil, ok skálm í, ok skar í sundr 8 þáttuna í festinni,
°k hrukku þeir um höfuð honum, en einn var óskorinn, ok
hafði Guðmundr þann vígt, ok gaf sá honum líf . . .“.
(Bls. 599.)
í öðrum sögum er angan úr grasi eða heylykt. Fólk
að heyverki í eyjum; menn ríðandi hart um grösugt land
(„hleypti hverr fram fyrir annan“). Holtavatnsós er
stemmdur uppi, en hey stendur á vatnsbakkanum, og
horfir til mikils skaða ...
Ferðalög . . . Menn í allskonar erindum. Maður í
uijölferð á Akranes. Annar með bukkskinn á hesti. Menn