Skírnir - 01.01.1936, Page 49
Skírnir]
Jarteiknir.
47
segja þær. „Mér þótti, sem hann hefði nökkut í munni
ser“, sagði hún, „eða hvar léztu skó þína, Þorkatla“.
„Hérna undir steininn“, segir hún. Leita þær skónna, og
eru þeir á burtu, en hrafninn flýgur austur til Krossa-
ness. Nú þvo konurnar um daginn, líður að aftni, og fara
þser að tínast burtu, þangað til Þorkatla og önnur til eru
einar eftir. Þóttust þær vita, að henni mundi ekki duga
að ganga skólausri í þessari ófærð og frosti, en illt þótti
þeim að vera þar, því að snauðir menn höfðu áður and-
azt í laugarhúsunum. Nú verður það helzt til ráða, að
heita á Jón til hjálpar sér. Nokkru síðar sjá þær hrafn
fljúga þangað að steininum, og hafði hann borið skóna
þangað aftur; fóru þær nú heim og lofuðu guð og hinn
heilaga Jón biskup.
Ekki er sagan beint sennileg. En atvikin eru ósvikin,
°g orð þau, sem töluð eru í laugarhúsinu, eru óbreytt. Og
gaman er að sjá hrafninn fljúgandi í morgunloftinu. Sag-
an er frá 1200. En það er eins og þetta hefði gerzt í
morgun.
Til heiðurs þeim góðu mönnum, sem hafa fært í let-
Ur þessar sögur, vil eg setja hér frásögn af íslenzkum
sveitapresti í útlöndum og ljúka með því þessari smá-
grein. Söguna segir Arngrímur ábóti (II, bls. 121 o. áfr.),
að vissu leyti alveg prýðilega, en hún er svo löng, að eg
verð að láta mér nægja inntak hennar.
Prestur þessi hét Ketill, mikill vexti og sterkur,
tryggur eins og tröll, en lærður lítt til bókar og barn á
veraldarvísu. Hann er sendur með bréf til páfans í Róm
af Guðmundi biskupi, sem þá er í Noregi í ónáð erkibisk-
uPs. Ekki segir af ferð hans, fyrr en hann kemur á skír-
dag til Rómaborgar. Næsta dag flytur herra páfinn messu-
embætti í Péturskirkju, en umhverfis hann standa þrenn-
ar tylftir alvopnaðra manna, og fær prestur hvergi nærri
komizt. Líður svo fram á vor, án þess Ketill fái nokkuð
að gert, og er hann eins og utan við sig að eigra um borg-
Jna. Einn dag sér prestur, að konungur af Franz fer um