Skírnir - 01.01.1936, Side 50
48
Jarteiknir.
[Skírnir
strætin með mektuga ferð riddaralegrar herneskju; er yf-
ir konungi borið tjald á fjórum pílárum; starir prestur
yfirbugaður á alla þessa dýrð. Nú fréttir hann, að einn
dag ætlar herra páfinn að veita konungi áheyrn. Er nú
Ketill nær staddur, þegar konungur fer um strætin, og
þar sem hann er óðfús að reka erindi húsbónda síns, álp-
ast hann einhvern veginn inn í fylgdarlið konungs, og æg-
ir honum þó öll sú prýði og veit sér skammt til skeytings,
ef hann snertir þeirra hóferan með fátæki sínu. Einhvern
veginn tekst svo til, að hann getur fleygt bréfi Guðmund-
ar á dúk, sem ætlaður var til þess, að erindi til páfa séu
iögð á. Nú er áheyrnin á enda og tekur konungur orlof og
hans lið. Ketill fer til síns herbergis og bíður vikum sam-
an, en ekkert kemur svarið. Þykir presti seinkast, en pen-
ingar skrapa lítt í pungi. Á daginn gengur hann eirðar-
laus fyrir framan Péturskirkju eða herra páfans garð,
starandi stórum augum á alla þessa veggi og þessar vörðu
dyr, sem eru alltaf að opnast og lokast. Það er ekki víst,
að hann hafi skoðað mikfð listaverk í Róm, Ketill prest-
ur, í það sinn. Á uppstigningardag sér hann virðulegan
mann koma út í einn glugga; hleypur Ketill þá nær. Þessi
maður spyr eftir sendimanni Guðmundar biskups. Prest-
urinn tekur til klerkdóms síns og svarar vel hátt: Sum,
þ. e. eg er sá. Maðurinn biður hann taka við páfabréfi og
fleygir því niður til Ketils og þykist sjálfsagt hafa vel
sýslað. Ketill grípur bréfið fegnari en frá megi segja,
leggur land undir fót og hleypur svo norður eftir löndum,
að á tuttugasta og þrettánda degi kemur hann í Rauð-
stokk; þaðan tekur hann kugg til Björgvinjar og flyzt svo
til Niðaróss og færir Guðmundi biskupi bréfið.
Þannig sótti Ketill prestur bréf herra páfans, en
erkibiskup, sem átti mikil skipti við páfastólinn og hafði
bæði veraldarvit og auð, taldi þetta vera nokkra nýjung,
að í páfagarði væru gefin svo út bréf, að hvorki kæmi til
fé né flutningur. En hjartað hefir beint ferð þessa um-
komulausa manns, — og kannske hefir María ekki spillt til.