Skírnir - 01.01.1936, Síða 52
50
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
[Skírnir
ildar. Á skrá sína hefir hann aðeins tekið upp nöfn ætt-
feðra hinna fyrstu löggoðaætta landsins.
í Vestfirðingafjórðungi eru taldir göfugastir land-
námsmanna: „Hrosskell, Skallagrímur, Sel-Þórir, Björn
austræni, Þórólfur mostrarskegg, Auður djúpúðga, Geir-
mundur heljarskinn, Úlfur skjálgi, Þórður Víkingsson".
Eru þeir 9 eða jafnmargir og hin fornu goðorð eru sögð
að hafa verið í fjórðunginum. Sé þetta ekki einber tilvilj-
un, og það munum vér brátt ganga úr skugga um, þá
hafa verið þingunautar í syðsta þingi Vestfirðingafjórð-
ungs, Þverárþingi hinu forna, Gilsbekkingar, niðjar
Hrosskels, Mýramenn, niðjar Skallagríms, og Rauðmel-
ingar, niðjar Sel-Þóris. I miðþinginu, Þórsnesþingi, Kjal-
leklingar, niðjar Bjarnar austræna, Þórsnesingar, niðjar
Þórólfs mostrarskeggs, og Hvammverjar, niðjar Auðar
djúpúðgu, og loks í vestasta þinginu, Þorskafjarðar-
þingi, niðjar Geirmundar heljarskinns, Reyknesingar,
niðjar Úlfs skjálga, og Alviðrumenn, niðjar Þórðar Vík-
ingssonar.
Göfugastir landnámsmenn í Norðlendingafjórðungí
eru taldir: „Auðunn skökull, Ingimundur gamli, Ævar,
Sæmundur, Eiríkur í Goðdölum, Höfða-Þórður, Helgi hinn
magri, Hámundur heljarskinn, Eyvindur Þorsteinsson“.
Hér eru þeir 9, svo sem í Vestfirðingafjórðungi. Þar eð
vér nú vitum, að löggoðatalan í Norðlendingafjórðungi
var hin sama og í hinum fjórðungunum hverjum um sig,
áður en nýmæli Þórðar gellis var lögtekið, er ekki um
það að villast, að tala göfugustu landnámsmannanna í
Norðlendingafjórðungi er hin sama og tala hinna fornu
og fullu goðorða þar. Jafnframt kemur það í ljós, að hið
nýja þing, sem Ari fróði segir, að hafi verið tekið upp í
Norðlendingafjórðungi um 964, hefir verið Þingeyjar-
þing. Verður þetta öldungis óvéfengjanlegt, þegar þess er
gætt, hvar bústaðir hinna nefndu landnámsmanna og
niðja þeirra voru. í Húnavatnsþingi bjuggu sem kunnugt
er þeir Auðunn, Ingimundur og Ævar, en í Hegranes-
þingi Sæmundur, Eiríkur og Höfða-Þórður. Ótaldir eru