Skírnir - 01.01.1936, Síða 54
52
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
[Skírnir
Rugling þann, sem hér um ræðir, er þó létt að leið-
rétta. Lítum þá fyrst á Árnesþing. Að því er virðist í
fljótu bragði, vantar þar ættföður einnar goðaættarinn-
ar í landnámsmannatalið, en að honum þarf ekki lengi
að leita. Landnámsmaður þessi er Björn gullberi. „Hans
son var Grímkell goði í Bláskógum", segir í Sturlubók/’
í Harðarsögu er þess getið, að Grímkell hafi búið að Ölfus-
vatni og verið voldugur goðorðsmaður.0 Hann mun hafa
verið fulltíða maður þá er allsherjarríki var stofnað og
hlotið þá mannaforræði um austanvert Árnesþing.
Oftaldir eru þá göfugustu landnámsmennirnir aðeins
í 2 þingum af 12, einum ofaukið í Skaptafellsþingi og 2
í Kjalarnesþingi; en nú bregður svo undarlega við, að í
síðar nefndu þingi búa 3 landnámsmannanna svo að segja
hlið við hlið: Ingólfur í Reykjavík, Örlygur að Esjubergi
og Helgi bjóla á Hofi. — Það er nú kunnara en frá þurfi
að segja, að í ætt Ingólfs Arnarsonar gekk fornt goðorð
um langan aldur; benda þá allar líkur til, að nöfn þeirra
Helga og Örlygs eigi ekki með réttu heima á skránni yfir
ættfeður löggoðaættanna, og líkur þessar verða að vissu,
þegar þess ennfremur er gætt, að Örlygur og Helgi áttu
það sammerkt við Ketil fíflska að vera kristnir menn.
Orsökin til þess, að nöfnum hinna kristnu landnáms-
manna hefir verið bætt á skrána, er auðsæ. Fyrir land-
námabóka-riturum 13. aldar hefir ekki aðeins legið skrá-
in yfir ættfeður löggoðaættanna, heldur og tal hinna
kristnu landnámsmanna. Er svo að orði komizt í land-
námabókum: „Svo segja vitrir menn, að þessir hafi skírð-
ir verið landnámsmenn: Helgi magri, Örlygur gamli,
Helgi bjóla, Jörundur hinn kristni, Auður hin djúpúðga,
Ketill hinn fíflski“.7 Ekki er blöðum um það að fletta, að
forn goðorð hafi gengið í ættum Helga magra og Auðar
djúpúðgu. Nöfn þeirra hafa því eflaust verið sett á skrána
af höfundi hennar, en síðari afriturum, sem ekki hafa
þekkt hin réttu skil á tali hinna göfugustu landnáms-
manna, hefir þótt sjálfsagt að skjóta inn í það nöfnum
þeirra Helga bjólu, Örlygs og Ketils fíflska; því að séð