Skírnir - 01.01.1936, Side 55
Skírnir]
Goðorðaskipun og löggoðaaettir.
53
frá sjónarhól fræðimanna á 13. öld, gátu engir átt frem-
ur sæti skilið á bekk með göfugustu landnámsmönnunum
en þessir kristnu höfðingjar af ætt Bjarnar bunu.
Það kann að þykja ótrúlegt, að fræðimenn á 13. öld,
svo sem Sturla lögmaður Þórðarson, hafi ekki vitað full
deili á landnámsmannatalinu, en þessu er þó augljóslega
þannig varið: Þá er Sturla í Landnámabók sinni hefir
talið upp göfugustu landnámsmennina í Vestfirðingafjórð-
ungi, bætir hann við upptalninguna þessum orðum til
skýringar: „þótt langfeður haldist stærri í sumum ætt-
um“.8 Hefir honum sennilega komið það undarlega fyrir
sjónir, að hvorki var hér nefndur Þorbjörn loki, ættfaðir
Sturlunganna, né Slettu-Björn, ættfaðir Vatnsfirðinga. —
Má í þessu sambandi benda á það, að hefði landnáms-
mannatalið verið handahófsverk einhvers sagnamanns á
12. eða 13. öld, eftir að veldi Vatnsfirðinga og Sturlunga
var farið að færast í aukana, þá myndi þessara nafna ekki
vera vant á skrána, né heldur nafns Öndótts í Viðvík, ætt-
föður Ásbirninga,- eða Úlfljóts og Þórðar skeggja. Greini-
lega má og sjá af Melabók, að ritara hennar hefir ekki
þótt landnámsmannatalið tæmandi, því að auk þess sem
hann bætir 2 nýjum nöfnum á skrána, klykkir hann upp-
talningu sína út með orðunum „et cetera“.8
Aftur á móti mætti svo virðast í skjótu bragði sem
Haukur lögmaður hafi vitað hin sönnu skil á skránni, því
uð eftirmáli landnámabókar hans ber fyrirsögnina: „Um
skipan landsins“, og kjarni málsins í kafla þessum er ein-
mitt tal hinna göfugustu landnámsmanna. Þessu er þó
efalaust ekki þannig háttað. Heldur mun Haukur hafa
tekið upp landnámsmannaskrána með nefndri fyrirsögn
eftir Landnámabók Styrmis prests hins fróða, því að
sjálfur segir Haukur, að hann hafi skrifað sína bók eftir
bessu riti og Landnámabók Sturlu lögmanns.10
Ennfremur segir hann berum orðum í eftirmála
Landnámu sinnar, að nú sé „yfirfarið um landnám þau,
er verið hafi á íslandi, eftir því sem fróðir menn hafi
skrifað, fyrst Ari prestur hinn fróði Þorgilsson og Kol-