Skírnir - 01.01.1936, Side 56
54
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
[Skírnir
skeggur hinn vitri1'.11 Af landnámabókum þeim, sem fyr-
ir hendi eru, má ráða, að Kolskeggur hafi aðeins ritað
um landnám í suðurhluta Austfirðingafjórðungs,12 og
liggur þá beint við sú ætlun, að landnámarit Ara fróða
hafi fjallað um landnám í öllum öðrum landshlutum.
Nú fáum vér ekki betur séð, en að skráin yfir göfug-
ustu landnámsmennina hafi upphaflega heyrt til land-
námariti, sem greindi frá landnámsmönnum um gjörvallt
landið, nema í suðurhluta Austfirðingafjórðungs. Þetta
má marka þar af, að á skránni eru nöfn landnámsmann-
anna úr öllum þingum landsins talin upp án frekari skýr-
ingar, nema úr Skaptafellsþingi, enda föðurnöfnum og
viðurnefnum sumra sleppt. Aðeins „Hrollaugur son Rögn-
valds jarls“ og „Össur son Ásbjarnar Heyangurs-Bjarnar-
sonar, sem Freysgyðlingar eru frá komnir“ hafa verið
ættfærðir svo sem nú var getið. Mun þetta afbrigði á
skránni eiga rót sína að rekja til þess, að þeir báru eng-
in viðurnefni, sem aðgreindu þá frá öðrum, og þeirra
ekki verið áður minnzt í ritinu.
Einnig bendir það ótvírætt í þá átt, að landnáms-
mannaskráin sé komin frá Ara fróða, að henni virðast
hafa fylgt niðurstaða talningar þeirrar á þingfararkaups-
bændum landsins, er fram fór í tíð Gissurar biskups Is-
leifssonar, og klausa sú, að landið yrði albyggt á 60 vetr-
um, svo eigi hafi síðan orðið fjölbyggðra.13 Hér er Ari
áreiðanlega heimildarmaðurinn og eiga þessar upplýsing-
ar mætavel heima með tali hinna göfugustu landnáms-
manna undir fyrirsögninni: „Skipan landsins". Hef-
ir Ari fróði ekki aðeins viljað sýna, hverjar þær ættir
voru, sem hlutu mannaforræði í fjórðungi hverjum að
landnámi loknu, heldur og hve veldi goðorðsmannaættanna
innan hvers fjórðungs hafi verið mikið á hans dögum;
en þetta mátti bezt sjá af tölu þingfararkaupsbændanna.
Á hinn bóginn má ráða af sjálfu landnámsmannatal-
inu, að höfundur þess hafi verið nákominn Freysgyðlinga-
ætt, því að ekki gat neina nauðsyn til þess borið að geta
um það sérstaklega, hvaða ætt væri komin frá Össuri Ás-