Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 57
Skírnir]
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
55
bjarnarsyni Heyangurs-Bjarnarsonar. Má auðsætt vera,
^ð nægilega var maður þessi aðgreindur frá öðrum land-
námsmönnum með hinu sérkennilega viðurnefni afa hans.
Og hér er um einstakt afbrigði að ræða á skránni. Sú
spurning bíður þá úrlausnar, hvort Ari hinn fróði hafi
verið af ætt Freysgyðlinga.
Svo sem vænta mátti, er framætt Ara ítarlega rakin
í fornritum vorum. Vér vitum deili á flestum forfeðrum
^tans allt til landnámsaldar, enda er sízt að furða, þótt
ættartala þess manns, sem grundvöllinn mun hafa lagt að
landnámabókunum, hafi varðveitzt frá gleymsku. Því
Tnerkilegra er það, að þess er hvergi getið, hver verið hafi
móðurfaðir Ara. Hefir hann þó sjálfsagt verið tiginn
maður og af göfugu bergi brotinn, því að kona hans var
Guðríður dóttir Þorsteins Síðu-Hallssonar og Ingveldar
Bjarnadóttur Brodd-Helgasonar frá Hofi í Vopnafirði.14
Þessar staðreyndir, ásamt þeim líkum, að Ara fróða hafi
verið óljúft að minnast beinlínis skyldleika við móðurföð-
ur sinn í ættartölum sínum, er sá leiðarvísir, sem eftir
verður að fara í leit hins ónefnda manns.
Athygli vor beinist þá strax að Freysgyðlingnum
Kolbeini lögsögumanni Flosasyni. Öllum heimildum ber
saman um það, að kona Kolbeins hafi heitið Guðríður og
^erið af Hofverjaætt, en þrennskonar upplýsingar liggja
fyrir um það, hvernig þeim ættartengslum hafi verið
háttað. Munu svo margfaldar mótsagnir um eitt og sama
atriði vera næstum einsdæmi í fornsögum vorum, enda
"virðist orsök missagnanna vera hin fágætasta.
í Ljósvetningasögu finnst þessi athyglisverða inn-
skotsgrein: „Þau Sörli áttu tvo sonu, Einar og Brodda,
eina dóttur, er Guðríður hét; hana átti Kolbeinn Flosa-
son lögmaður. — Kolbeinn Flosason var grafinn í Fljóts-
hverfi, en hún færði hann til Rauðalækjar“.15 Þessi merki-
lega frásögn um flutning á líki Kolbeins lögsögumanns
°g endurgreftrun á sér aðeins eina hliðstæðu í fornsögum
Islands, svo kunnugt sé; það er flutningur beina Odds
Þórarinssonar árið 1279 frá Seilu í Skagafirði til Skál-