Skírnir - 01.01.1936, Side 58
56
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
[Skírnir
holts.16 Svo sem kunnugt er, dó Oddur í banni, en þá er
því var létt af, voru bein hans tekin upp og greftruð í
vígSri mold; mun orsökin til endurgreftrunar Kolbeins
lögsögumanns vera hin sama. Styðst ætlun sú kröftulega
af eftirfarandi málsgrein Hungurvöku um fsleif biskup
Gissurarson: „Hann hafði nauð mikla á marga vegu í
sínum biskupsdómi fyrir sakir óhlýðni manna; má það
af því merkja nokkuð, í hverjum nauðum hann hefir ver-
ið fyrir sakir ótrú, óhlýðni og ósiðu manna, að lögmaður-
inn átti mæðgur tvær“.1~
Lögsögumaður sá, sem hér ræðir um, hefir verið Kol-
beinn Flosason. Hafði hann lögsögn á árunum 1066—
1071, en fsleifur biskup andaðist svo sem alkunnugt er
1080, eftir að hafa setið að biskupsstóli í 23 ár.18 Má.
ganga út frá því sem gefnu, að biskup hafi haft lögsögu-
mann í stórmælum fyrir nefnt afbrot, svo mjög sem það
kom í bág við siðferðiskröfur kaþólskra manna og kirkju-
lög, enda er auðsætt, að höfundur Hungurvöku minnist.
athæfis lögsögumanns sem hins mesta ósóma. Verður að
þessu athuguðu auðskilin upptaka líks Kolbeins og endur-
greftrun þess að Rauðalækjarkirkju í Öræfum. Staður sá
var í eigu niðja Heyangurs-Bjarnar öldum saman.10 Er
því fullvíst, að Kolbeinn lögsögumaður hefir verið Kol-
beinn Flosason Þórðarsonar Freysgoða, en ekki Kolbeinn
Flosason Valla-Brandssonar, sem sumir hafa ætlað.
Það má með sanni segja, að hinum merku afkomend-
um Kolbeins lögsögumanns og kvenna hans hefir tekizt
vel að breiða yfir afbrot þeirra. Er stundir liðu, hefir og
enginn lagt trúnað á það, þótt Kolbeinn í gömlum ættar-
tölum hafi verið talinn eiginmaður mæðgna, og því síður
sem Guðríður seinni kona hans var náskyld honum. Þess
vegna er upp kominn ruglingurinn um ætterni Guðríðar.
Þá er því var hafnað, að hún væri dóttir Þorsteins Síðu-
Hallssonar og Ingveldar Bjarnadóttur, komu fram get-
gáturnar um það, hvernig skyldleika hennar við Hofverja
hafi verið háttað. Hér getur varla verið um annað að
ræða, svo sem sjá má af eftirfylgjandi dæmum. í fyrsta