Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 59
Skírnir]
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
57
lagi er Guðríður talin dóttir Sörla Brodd-Helgasonar frá
Hofi,2o í öðru lagi dóttir Bjarna Brodd-Helgasonar,21 og
loks í þriðja lagi dóttir Höllu Bjarnadóttur Brodd-Helga-
sonar.22 Þess þarf varla að geta, að Guðríður og Halla,
dætur Bjarna Brodd-Helgasonar, eru annars hvergi
nefndar.
Þess er nú enginn kostur, að ákveða nákvæmlega,
hvenær Þorsteinn Síðu-Hallsson hafi andazt, en líklega
hefir hann lifað fram yfir 1040, því að engin ástæða er
til að efast um það, að Þorsteinn hafi um hríð verið hirð-
Toaður Magnúsar konungs góða,23 en hann varð konungur
Noregs 1035. Börn þeirra Þorsteins og Ingveldar virðast
vera fædd um og eftir 1030; má því ætla, að Ingveldur
hafi verið fædd í byrjun 11. aldar. Hefir hún verið á líku
reki og Kolbeinn lögsögumaður, þó sennilega nokkru eldri.
Hvað tímatalið snertir, kemur því allt vel heim og saman.
— Þorsteinn Síðu-Hallsson og Ingveldur kona hans voru
stödd að Svínafelli, ættaróðali Kolbeins Flosasonar, þá er
Þorsteinn var myrtur af þræli sínum.24 Hefir Kolbeinn
nokkru síðar gengið að eiga Ingveldi, en um 1050 eða
nokkru fyrr hefir hann kvongazt Guðríði, því að 1068 er
hóttursonur hans, Ari hinn fróði, fæddur.25
Betri heimild um uppruna löggoðaættanna en land-
námsmannatal Ara hins fróða var naumast hægt að kjósa
sér. Það getur ekki leikið nokkur efi á því, að það sé mið-
að við hina elztu goðorðaskipun landsins. Annars hefðu
vitanlega verið taldir með á landnámsmanna-skránni ætt-
feður þeirra, sem hlutu nýju goðorðin í Norðlendinga-
fjórðungi, þá er Vaðlaþingi hinu forna var skipt um 964.
Er það því hyggja mín, að rétt skilin muni þessi dýrmæta
heimild opna nýja útsýn yfir fornsögu vora.
T i lv i tn a n i r.
1) íslendingabók, útg. i Kaupmannahöfn 1887, s. 8.
2) Grágás, útg. í Kaupmannahöfn 1852, I. b., s. 38.
3) Landnámabók, útg. í Kaupmannahöfn 1900, s. 124—125,
180, 202, 215, 230.