Skírnir - 01.01.1936, Page 61
Trú og vísindi.
Útvarpserindi eftir GuSm. Finnbogason.
Þegar útvarpsráðið mæltist til að eg talaði hér um
trú og vísindi, þá var mér skapi næst að neita því. Þetta
wál er sem sé svo umfangsmikið og erfitt, að það væri
efni í stóra bók, enda hafa margar bækur verið um það
ritaðar. Það er því ekki auðvelt að ræða það á 25 mínút-
nm, svo að nokkurt gagn sé að. Og hins vegar finnst mér,
að sá, sem tæki það til meðferðar, þyrfti helzt að vera í
senn mikill vísindamaður og mikill trúmaður. Eg tel mér
hvorugt til gildis. En þar sem þetta mál knýr á dyr hvers
hugsandi manns, taldi eg mér við nánari íhugun skylt að
fíera nokkra grein fyrir því, hvernig það horfir við frá
mínum sjónarhól. Fyrst er þá að gera sér ljóst, hvað trú
er og hvað vísindi, eða hver munurinn er á viðhorfi trú-
ar og vísinda. Eg skal reyna að skýra það lítið eitt
með dæmi.
Gerum ráð fyrir, að vér værum í kirkju á nýjárs-
dag og heyrðum sálm Matthíasar „Hvað boðar nýjárs
blessuð sól“ sunginn og leikinn á orgelið. Hvað er þessi
söngur og hljóðfærasláttur frá sjónarmiði vísindanna?
Tökum fyrst eðlisfræðina. Frá hennar sjónarmiði er þetta
einkennilegur titringur eða öldugangur loftsins, sem org-
elið og söngliðið setur af stað. Frá munni karlmannanna
ganga 6—12 feta langar loftöldur, frá munni kvenna
IV2—3 feta langar. Orgelið setur jafnframt sínar öldur
af stað. Lagið er tónakerfi, eða tónaruna. Hver tónn er í
því fólginn, að loftið sveiflast svo og svo oft á sekúndunni,