Skírnir - 01.01.1936, Page 63
Skírnir]
Trú og vísindi.
61
eðlisfræðin var að lýsa og reikna út, allt annað en tauga-
straumurinn, sem lífeðlisfræðin lýsir, þó að hvort tveggja
turfi til. Tónarnir tala sínu máli. í laginu finnur áheyr-
andinn hugsun og tilfinningar, anda og líf, sem hvergi
koma til greina í skýringum og lögmálum eðlisfræðinnar
og lífeðlisfræðinnar. Einar Benediktsson lýsir áhrifum
úljóðfærasláttarins í Dísarhöll m. a. svona:
Eg kætist. En þrá ég ber þó í barmi
svo beiska og háa, rétt eins og eg harmi.
Ég baða minn hug af sora og syndum
við söngvanna flug yfir skýja tindum;
og þó er sem kvíði og þraut mér svíði
og þorsti svo sár um hjartað líði
við teyg hvern af tónanna lindum.
Og nú vil eg spyrja: Er þessi lýsing skáldsins á áhrif-
um tónlistarinnar ómerkari eða ósannari en lýsingar eðl-
isfræðinnar og lífeðlisfræðinnar ? Eg held ekki. Eðlisfræð-
in og lífeðlisfræðin taka til meðferðar þann þáttinn, sem
vér skynjum með sjón og áþreifingu. Skáldið talar þarna
uxn það, sem hann heyrir, og þær hugarhræringar, sem
Það vekur. Hvort tveggja er reynsla. Vér höfum engan
rétt til að telja annað verulegra eða sannara en hitt. Með-
vitund vor og hugsun er þar æðsti dómari.
En hvað eigum vér þá að segja um orð Matthíasar í
kvæðinu „Söngtöfrar':
Öll helgisvör
heilags anda,
öll tilbeiðsla
í tónum lifir.
Er slíkt lýsing á reynslu nokkurs manns? Vér sjáum und-
ir eins, að þarna er sagt meira en bein reynsla nær til, því
að hver hefir reynslu af öllurn helgisvörum heilags anda
og allri tilbeiðslu? Þessi orð lýsa trú skáldsins, þeirri trú,
að tónar geti túlkað til fulls allt það, sem heilagur andi
birti mannssálunni, og hins vegar alla hennar tilbeiðslu.