Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 64
62
Trú og vísindi.
[Skírnir
„Trúin er“, eins og stendur í Hebreabréfinu, „fullvissa
um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem
ekki er auðið að sjá“. Og nú skulum vér hlusta á orð
sálmsins, sem vér gerðum ráð fyrir að sunginn væri. Þar
segir meðal annars:
í sannleik hvar sem sólin skín
er sjálfur guð að leita þín,
og
Hann heyrirstormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
Hvernig getur skáldið sagt þetta? Hvernig veit hann
það? Vér verðum aftur að svara. Orðin lýsa trú skáldsins.
Þau sýna oss þær hugmyndir, er hann gerir sér um guð,
og fullvissu hans um að þær séu réttar. En eru þessar
hugmyndir þá sprottnar af reynslu skáldsins eða annara?
Og er það, sem hann segir um „helgisvör heilags anda“ í
tónum, líka sprottið af reynslu?
Þegar Páll postuli kom til Efesus, hitti hann þar fyr-
ir nokkura lærisveina, og hann sagði við þá: Fenguð þér
heilagan anda, er þér tókuð trú? En þeir sögðu við hann:
Nei, vér höfum eigi svo mikið sem heyrt, að heilagur andi
sé til . .. Og er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilag-
ur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu.
Það er ekki ómerkilegt íhugunarefni, að stofnun krist-
innar kirkju með öllum þeim afleiðingum, sem hún hefir
haft í mannkynssögunni, má rekja til þeirrar reynslu, er
postularnir fengu þann dag, er þeir þóttust fá heilagan
anda, og að fjöldi manna enn í dag þykist fá þessa reynslu.
Hvers eðlis er hún þá?
Eg býst við, að hún sé í ætt við þá reynslu, er kanad-
iskur geðveikisfræðingur, að nafni Dr. R. M. Bucke, lýsir
í bók sinni, er kom út 1901 og heitir Cosmic Consciousness:
a study in the evolution of the human mind (Heimsvit-