Skírnir - 01.01.1936, Síða 66
64
Trú og' vísindi.
[Skírnir
ing, þessari meðvitund, get eg sagt, hefi eg aldrei glatað,
jafnvel ekki á þeim tímum æfinnar, er eg var sorg-
mæddastur".
Eg býst við, að hinn eiginlegi grundvöllur trúarinn-
ar sé eitthvað svipaður þeirri reynslu, sem hér var lýst.
Hinn ágæti sálarfræðingur og heimspekingur Willi-
am James hefir skrifað fræga bók um ýmsar tegundir
trúarreynslunnar, er eg á sínum tíma gerði nokkra grein
fyrir í Skírni og margir hér á landi hafa lesið.
I trúnni telur James þessar meginsetningar fólgnar:
1. Hinn sýnilegi heimur er partur af öðrum andlegra
heimi og fær þaðan aðalgildi sitt.
2. Sameining eða samræmi við þennan æðri heim er
hið sanna markmið vort.
3. Bæn eða innra samband við anda þess heims —
hvort sem hann er guð eða lögmál — er athöfn, sem ber
verulegan árangur; við bænina streymir inn andlegt afl,
sem hefir í för með sér verkanir, andlegar eða líkamleg-
ar, í sýnilega heiminum.
Trúnni fylgja ennfremur þessi andans einkenni.
4. Það er eins og lífið fái að gjöf nýjan unað, er
kemur fram annað hvort sem skáldleg hugarlyfting eða
hvöt til alvöru og hetjumóðs.
5. Trúnaðartraust og jafnaðargeð, og í sambúð við
aðra menn hefir kærleiksríkt hugarþel yfirhönd.
Vér getum nú spurt: Eru þessar meginsetningar í
ósamræmi við vísindin, svo að sá, sem trúir niðurstöðu
vísindanna, geti ekki talið þær réttar?
Hinn gáfaði enski rithöfundur Aldous Huxley gefur
nokkra bendingu um það í einni grein sinni. Hann segir:
„Baráttan milli vísinda og kenninga guðfræðinnar á síð-
ari helmingi 19. aldar virtist benda á, að einhver djúp-
rættur ósamþýðanleiki væri milli vísinda og trúar, og
eimir enn eftir af því. Sagan sýnir, að í reyndinni á slík-
ur ósamþýðanleiki sér engan stað. Ef vér lesum æfisögur
þriggja mestu snillinga vísindanna, sem England hefir al-
ið — Isac Newton, Faraday og James Clerk Maxwell —