Skírnir - 01.01.1936, Side 67
Skírnir]
Trú og vísindi.
65
M komumst vér að raun um, að þeir voru allir gæddir
djúpu trúarlífi. Newton varði meiri hluta langrar æfi til
að skýra biblíuspádóma. Faraday var alvarlegur og eld-
keitur kristinn trúmaður af flokki Sandemaninga. Clerk
Maxwell var ekki síður mikill dulspekingur en vísinda-
niaður; til eru bréf frá honum, er sýna, að hann hefir ver-
ið andlega skyldur Boehme og Swedenborg (sem sjálfur
var mikill vísindamaður). í öllu þessu er ekkert furðu-
Mgt. „Trúlaus stjörnufræðingur er vitfirringur"; ef dreg-
ið er úr þessum hremmilegu orðum, þá er nokkuð satt í
þeim. Því að vissulega er ekki unnt að rannsaka náttúr-
Una gaumgæfilega, án þess að sannfærast um, að hinn
kversdagslegi heimur, sem meginþorri manna lifir í, án
tess að neinar spurningar vakni, er ákaflega undarlegur
°g dularfullur. Því meira sem þekking vor víkkar og því
fullkomlegar sem vér gerum oss grein fyrir því, sem í
henni felst, því dularfyllri reynist alheimurinn. Sá maður
verður að vera argur og óhugkvæmur, sem getur rann-
sakað völundarhús lífsins, hreyfingar stjarnanna og innri
gerð efnisins, án þess að fyllast stundum lotningu og
undrun“.
Einhver kynni nú gagnvart þessu að minna á söguna
nni hinn fræga franska stjörnufræðing Laplace. Hann
hafði samið stórmerkilegt rit um gang himintungla og
kom nú með eintak af því til Napoleons Bonaparte til að
gefa honum. „Mér er sagt, Laplace, að þér hafið samið
þetta mikla rit um alheiminn og aldrei í því minnzt á
skapara hans“, sagði keisarinn. „Eg þurfti ekki á neinni
slíkri tilgátu að halda, herra“, svaraði Laplace.
En alveg eins gæti eðlisfræðingur sagt, sem rannsak-
aði loftöldurnar í kirkjunni, sem eg talaði um. Hann
þyrfti ekki að halda á neinni tilgátu um tónskáld eða
sálmaskáld, en það sannar ekki að hvorugt væri til.
I framhaldi af þessum orðum Huxley’s get eg ekki
stillt mig um að minna á einn hinn ágætasta stjörnufræð-
ing, sem nú er uppi, prófessor Eddington við háskólann
í Cambridge. Hann er kvekari og hefir skrifað litla bók,
5