Skírnir - 01.01.1936, Page 76
74
Kona skáldsins.
[Skírnir
Lúðrasveitin var búin að leika og safna fólkinu sam-
an. Nú sté ráðherrann í stólinn.
Það var heldur en ekki heppilegt að einmitt dr. Bjarni
Ólafsson fékk tækifæri til að leggja blómsveiginn í nafni
ríkisstjórnarinnar á leiði Þórðar Karlssonar þennan dag.
Dr. Bjarni hafði verið prófessor í íslenzkri bók-
menntasögu áður en hann varð ráðherra, og hafði fyrir
nokkrum árum — eins og kunnugt er — orðið doktor
fyrir bók sína: „Líf og list Þórðar Karlssonar“.
Þessi snjalli ræðumaður var því þarna alveg í essinu
sínu og átti fyrirfram víst, að allir hefðu opin eyru fyrir
máli hans. Fólkið þjappaðist líka saman utan um ræðu-
stólinn eins og síld í tunnu, en blessað lognið hjálpaði til
þess að hin sterka rödd ráðherrans heyrðist jafnvel langt
út á tún til þeirra, sem ekki hirtu um neitt nema hvort
annað. Og meira að segja þrengdist hún inn til sumra
bifreiðarstjóranna, sem notuðu sér þessa stund til að sofa
í sæti sínu. Dr. Bjarni sá það ekki. Hann horfði á blöðin
eða út á leiði skáldsins og talaði hægt og með þungum
áherzlum.
Ráðherrann rakti í stórum dráttum sögu Þórðar
Karlssonar: Uppvöxt hans í Hvammi, skólaárin í Reykja-
vík, hin erfiðu kennslu- og ritstjórnarár á Siglufirði; hin
ólíkt betri ár, sem hann átti sem bókavörður í Hafnar-
firði, eftir að hann fékk líka árlega 2000 kr. skáldalaun
úr ríkissjóði, seinustu árin, sem Þórður bjó á Stuðlum,
hjáleigunni, sem hann keypti undan Hvammi og gerði að
einskonar fornu höfuðbóli. Og svo sívaxandi frægð hans
eftir dauðann. Ræðumaðurinn drap líka á og rakti að
nokkru aðalefnið í helztu verkum Þórðar Karlssonar, sög-
unum, leikritunum og Ijóðunum. Og í sambandi við það
komst hann að eftirlætisefni sínu, því sem hann sjálfur
hafði orðið doktor á — ástum Þórðar Karlssonar.
Þegar þar var komið, gerði ráðherrann dálítið hlé á
máli sínu, saup á vatnsglasinu og strauk hárlokkinn yfir
hvirfilskallann. Hann breytti nokkuð um róm. Hann var
aftur kominn í kennslustólinn frammi fyrir stúdentum og