Skírnir - 01.01.1936, Síða 77
Skirnir]
Kona skáldsins.
75
fræðirnönnum, og hann gleymdi öllu sólskininu í kring
um sig yfir því að láta sitt eigið ljós skína. Og þannig
féllu honum orð:
„Frakkar eru vanir að spyrja: „Oú est la femme?“
Hvar er konan, sem stendur að baki manninum? Og það
er sérstök ástæða til þess að spyrja svo, þegar um skáld
er að ræða, því að það er alkunn saga, að þeir menn eru
áhrifanæmir fyrir kvenlegum töfrum, sjaldan við eina
fjölina felldir í kvennamálum og oftar en hitt ógæfumenn
í ástum. Nú er svo langt um liðið, síðan Þórður Karlsson
^ó, að það getur engan sært, þótt talað sé um þennan þátt
Hfs hans, sem varð hvað örlagaríkastur. Mun eg þó að-
eins víkja lauslega að honum nú, því að hvorki leyfir stað-
nr né stund að hann sé ítarlega rakinn. Þeim, sem kynnu
að vilja fræðast betur um þetta efni, leyfi eg mér að vísa
til bókar minnar: „Líf og list Þórðar Karlssonar".
Þrjár konur ófu einkum lífsvef skáldsins, þótt það
væri mjög misjafnt og mislengi: Leikkonan Álfheiður
Eik, frú Sigríður Jónsdóttir og bæjarfógetadóttirin Bót-
hildur Sigurðardóttir, sem varð kona skáldsins.
Leikkonan Álfheiður Eik er sú fyrsta kona, sem með
vissu verður um sagt, að hafi gjörtæk áhrif á alla hugar-
stefnu og lífsferil Þórðar Karlssonar. Hana elskar hann
svo að segja með ofurást, henni gleymir hann aldrei, og
henni er það næst snilldargáfu hans að þakka, að hann
varð það skáld, sem hann varð. Öllum heimildum ber sam-
an um, að Álfheiður Eik hafi verið óvanalega falleg kona.
Hún var í hærra lagi og svaraði sér vel, með hrafnsvart
rnittissítt hár, og sérstaklega undurfögur augu — mó-
dökk og eldsnör. Fas hennar allt var „blítt eins og söng-
tag", eins og Þórður kemst sjálfur að orði á einum stað.
Þórður kynntist Álfheiði fyrst á skólaárum sínum, en þó
einkum eftir að hann kom til Siglufjarðar, en þar var
hún borin og barnfædd og hóf leiklistina síðar til vegs og
virðingar, unz hún síðar var kvödd að Þjóðleikhúsinu.
Nú veit enginn með vissu, hve náið samband hefir verið
á milli þeirra Þórðar, en hitt er víst, að til hennar kvað