Skírnir - 01.01.1936, Side 78
76
Kona skáldsins.
[Skírnir
hann inndælustu æsku- og ástakvæðin, sem nú eru á allra
vörum, og að hún kemur stöðugt fram í aðalkvenhetjun-
um í smærri og stærri verkum hans. Hún er Hildur í sög-
unni „Dagarnir liðu“, Dísa í „Skýjaborgir“ og Sólveig í
„Undir morgun“. Og úr leikritunum könnumst vér við
hana sem Sigrúnu í „Gangur lífsins“ og Unni í „Á brúnni“.
í fáum orðum sagt, Álfheiður Eik var Hulda Þórðar
Karlssonar, sú dís, er vakti hann til ljóða og lista og varð
þannig beint og óbeint til að skapa frægð hans og gildi.
Frú Sigríður Jónsdóttir kemur með allt öðrum hætti
við sögu skáldsins. Hún var aldrei ástmey hans, mátti
fremur nefnast fóstra hans, þó hún væri nokkuð yngri en
Þórður og tæki aðeins þátt í kjörum hans fáein ár. Það
er frú Sigríður, sem með móðurlegri umhyggju sinni og
fádæma skörungsskap og fórnfýsi bjargar skáldinu, þeg-
ar Þórður virðist vera að missa trúna og tökin á lífinu,
eftir að Álfheiður Eik snýr við honum baki. Það er hún,
sem kom því til leiðar, að fyrstu bækur hans voru gefnar
út, og hann eignast á ný löngun til stærri átekta. Og um
leið eignast hann nýtt siðferðisþrek og betri og bjartari
trú á lífið og löngun til þjónustu. Fyrir þetta stendur
þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við frú Sigríði Jónsdóttur.
En skáldið sjálft hefir bezt túlkað þær þakkir og reist
henni fegursta bautasteininn með hinum heimsfrægu
eftirmælum sínum eftir frú Sigríði.
Þá ber loks að minnast á Bóthildi Sigurðardóttur, þá,
sem var kona skáldsins.
Bóthildur var bæjarfógetadóttir frá Hafnarfirði og
var henni áreiðanlega margt vel gefið bæði andlega og
líkamlega. Myndir sýna, að hún hefir verið kvenna fríð-
ust. Sögð tigin í framgöngu, en nokkuð þóttafull. Mennt-
uð vel til munns og handa. Af hjónalífi þeirra Þórðar
fara fáar sögur. En það, að hann er ekki orðaður síðar
við neina aðra konu, hið snotra afmæliskvæði til Bóthild-
ar, svo og tileinkun hans til hennar á leikritinu „Brúðar-
gangan“, bendir allt í þá átt, að samfarir þeirra hafi ver-
ið allgóðar. En eins og eg hefi þótzt færa örugg rök fyrir