Skírnir - 01.01.1936, Page 79
Skírnir]
Kona skáldsins.
77
í bók minni um skáldið, verður að telja sannað, að Þórð-
ur hafi upphaflega jafnvel gengið að eiga Bóthildi til fjár.
Og þrátt fyrir fyrrnefnt kvæði og tineinkun verður ekki
sugt, að hún hafi haft bein áhrif á skáldskap hans — hin
efnalega afkoma og daglega umstangið hvíldi hins vegar
aS sjálfsögðu þyngst á hennar herðum. Nei, eins og eg
hefi sýnt í bók minni, þá virðist nú sögnin óræk um, að
afstaða Bóthildar til skáldskapar Þórðar hafi ekki verið
ólík afstöðu Tyrkja-Guddu til skáldskapar séra Hallgríms
Péturssonar. En sagan segir, að fyrir hirðuleysi Bóthild-
au um skáldskap Þórðar, hafi hið upprunalega handrit
af „Á brúnni“, því riti, sem fyrst skóp frægð hans og er
ef til vill hans bezta verk, þegar á allt er litið, skemmzt
svo, að Þórður hafi orðið að rita það allt upp aftur“.
— — — Ráðherrann snéri sér nú aftur nokkuð
beinna að ritstörfum Þórðar og gildi verka hans fyrir
ftienninguna almennt og íslenzku þjóðina sérstaklega, og
lauk svo máli sínu með því að leggja í nafni alþjóðar
fagran blómsveig við fótstall hinnar grátandi skáldgyðju.
En allur mannfjöldinn tók ofan og söng síðan í þakklátri
lotning ættjarðarkvæði Þórðar:
„Vér elskum þig, landið vort yzt við pól“.
Nú víkur sögunni til annars heims.
Inni á sjálfu leiðinu, beint fyrir framan dr. Bjarna
Ólafsson ráðherra, stóðu tvær verur, karlmaður og kven-
maður, og héldust í hendur. Það voru þau Þórður og Bót-
hildur, sem höfðu komið að gamni sínu til jarðarinnar til
að vita, hvað væri sagt og gert þarna þennan dag.
Kunnugum hefði fundizt þau harla lítið breytt að út-
liti. Þórður var hár og grannvaxinn, toginleitur og fölur
yfirlitum, mikið nef og arnhvöss augu, skollitt aftur-
kembt hár og langar, hvítar, liprar hendur.
Bóthildur náði honum vel í öxl. Hún var fagurlim-
uð og andlitið með föstum, reglulegum dráttum, hárið
uijaðmarsítt, með þessum brúngyllta lit, sem slær á vatn-
ið undir sólsetrið. Hún var tigin og þó ekki þóttaleg.