Skírnir - 01.01.1936, Page 80
78
Kona skáldsins.
[Skírnir
Hefði vel getað verið drottning í riddarasögu eða álfkona
í þjóðvísu.
Þau höfðu lengst af brosað hvort til annars að þess-
um gauragangi í Hvammi, en undir ræðu ráðherrans fór
Þórður að glotta kalt og hæðnislega, eins og vandi hans
hafði verið, þangað til kom að kaflanum um ástir hans.
Þá smáþyngdist brúnin og hann hvessti meir og meir aug-
un á ræðumann og skók höfuðið eins og hann vildi segja:
Þetta er nú meiri endaleysan! En hvaða áhrif hafði það
á ráðherrann, sem vissi ekki af því.
Þegar þeim lestrinum lauk, var eins og Þórður átt-
aði sig á því, að hann stóð ekki í sambandi við jarðar-
búa, og hann yppti vinstri öxlinni, snéri sér til hálfs að
Bóthildi og strauk sem snöggvast yfir hár hennar. Hún
horfði til hans og hló og það hýrnaði yfir svip hans, eins
og þegar morgunsólin hellir geislaflóði sínu yfir tindinn.
— En hvað mennirnir eru alltaf eins, sagði Þórður
og sparkaði í blómkranzahrúguna á leiðinu sínu eins og
til að flytja þá yfir á sokkna leiðið hennar. — Aldrei
hefi eg nú vitað annað eins! Þú færð engin blóm. Ekkert
annað en þetta! . . . Þeir ættu bara að vita. —
— Hvað gerir það til. En nú færð þú þó loksins blóm-
in. Þetta sagði eg þér alltaf, að ef þú gætir beðið, þá kæmu
þau. —
— En hver gaf mér biðlyndið og þolgæðið? Og hver
gerði í rauninni „Á brúnni“ að listaverki?
— En þú sjálfur!
— Ert þú þá búin að gleyma — eins og þeir?
Þau Þórður voru horfin af leiðinu, flogin aftur í tím-
ann yfir 64 ára skeið til þess atburðar, er skóp Þórði
frægðina.
Þetta sumar voru þau á Breiðuvöllum. Þau voru þá
búin að vera gift í þrjú ár, og þetta var fyrsta sumar-
leyfið. Jón læknir, bróðir Bóthildar, hafði boðið þeim
heim. Hann var ógiftur og hafði ekki annað betra með
hússkrokkinn og matinn að gera en láta þeim koma það
að góðu. Bóthildur kunni ekki meir en svo við sig á