Skírnir - 01.01.1936, Side 81
Skírnir]
Kona skáldsins.
79
Breiðuvöllum. Hún var óvön sveitalífinu og svo byrgðum
sjóndeildarhring, að hún sæi ekki til hafsins. Það var ekki
laust við, að hún hefði það á tilfinningunni, að hún hefði
villzt of langt inn í landið og tapað fluginu. Henni fannst
^agarnir hálfdaufir og tilbreytingarlitlir, eins og hálf-
kastað á glæ, þó að henni félli naumast verk úr hendi.
Því þess á milli sem hún vann að búverkunum með ráðs-
konunni og gætti Einars litla, sonar þeirra Þórðar, sem
Þá var tæpra tveggja ára og ærið mikill fyrir sér, þá sat
hún tímunum saman við hannyrðir. Það var eðli hennar
að nenna ekki að sitja auðum höndum.
Þórði hafði þar á móti sjaldan eða aldrei liðið bet-
Ur- Hann var náttúrubarn að eðlisfari og hafði dreymt
Uln það frá barnæsku að vera höfðingi í sveit, stýra þar
S°ðu búi að gamni sínu í hjáverkum við skáldskapinn. Og
skemmta sér þá með veizlum og veiðiferðum.
Á hverjum degi, þegar veður leyfði, réri hann út á
vatnið sér til skemmtunar, og lá þá kannske tímunum
Saman í skáldadraumum út í njólahólmunum. Eða þeir
feknirinn fóru með stöng niður með Urriðaá. Stundum
reið hann á bæina í kring, ýmist einn eða með lækninum.
á kvöldin sat hann oft, eftir að aðrir voru sofnaðir,
^eð útkulnaða pípuna út við stofugluggann og horfði yf-
lr vatnið eða til fjallanna. Og hugurinn flaug um heima
°& geima og skapaði sér skýjaborgir og æfintýri.
Honum fannst sér vaxa eitthvað nýtt með hverjum
degi. Honum fannst hann sjálfur vera áþekkur tré, sem
hefir verið flutt í nýjan jarðveg og drekkur óspart í sig
dögg
og sól, verður æ fagurgrænna og ilmríkara.
Og þarna skrifaði hann leikritið „Á brúnni“ — speg-
hmyndina af hinum sönnu og sviknu gildum, ritverkið,
Sem átti eftir að gera hann ódauðlegan í íslenzkri bók-
^ienntasögu, og þó ekki fyrr en eftir að — jæja, sagan
er nu einmitt til að segja frá því.
Þetta var fyrsta leikrit Þórðar. Árum saman hafði
ann gengið með það í huganum, eins og títt var um verk