Skírnir - 01.01.1936, Page 82
80
Kona skáldsins.
[Skírnir
hans, en ekki haft dáð í sér til þess að koma því á pappír-
inn. Fannst það ekki enn fullburða.
En þarna á Breiðuvöllum kom andinn yfir hann. Nú
skrifaði hann blað af blaði, þátt eftir þátt.
Daginn áður en þau hjónin ætluðu heimleiðis, var
leikritinu fulllokið. Og Þórður var eins léttur á sér og
ungur örn, sem hefir náð fluginu. Hann gekk um í náð
eins og konungur, sem hefir lagt undir sig ríkið. Þarna
lá handritið á borðinu, frumgetningurinn fyrir augum
föður síns.
Enginn vissi um það. Ekki einu sinni Bóthildur né
læknirinn. Þórður talaði aldrei um það, sem hann hafði
í smíðum, minntist ekki á það, fyrr en því var fulllokið.
Honum var sköpunin heilög. Og hann hræddist að hann
missti öll tök, ef annar læsi í sál hans. En þegar verkið
var fullgert, var hann eins og maður, sem hefir fundið
fé og í stórmannlegri gleði sinni stráir af því á báðar
hendur. Og þá var Bóthildur náttúrlega sú fyrsta, sem
hann langaði að gleðja.
En nú féll fyrsti skugginn á sköpunargleði Þórðar
að þessu sinni. Það var laust eftir miðaftan, sem hann
var búinn, og fór að leita að Bóthildi til að hlusta á lest-
urinn — læknirinn var í sjúkravitjun og hans ekki von
fyrr en undir morguninn. Þá var Bóthildur önnum kafin
við að búa undir heimferðina. Þar að auki hékk Einar
skælandi í pilsunum hennar. Hún gat ekki komið strax —
ómögulega. Þetta varð að bíða kvöldsins.
Þórður var búinn að læra að forðast mörgu orðin.
En það var engu líkara en að hann stigi niður úr gólfinu,
þegar hann gekk út frá Bóthildi. Svona var hún alltaf ■—
eins og marmari! Hana vantaði allt hrifnæmi, alla ljóð-
ást og hinn fína samúðarskilning, fannst honum. Hún
lét alltaf það veraldlega sitja fyrir. Það væri réttast að
hann læsi leikritið ekkert fyrir hana — væri ekkert að
íþyngja henni með því. Hún hefði um nóg annað að hugsa
eins í kvöld.
Hann hálfhljóp út með vatni og réri svo út í hólma.