Skírnir - 01.01.1936, Page 83
Skírnir]
Kona skáldsins.
31
Kvöldið var kyrrt og blítt eins og vöggulag. Fuglarnir
sungu um dýrð dagsins og fjöllin dreymdi í blámóðu, —
en dagurinn var samt eyðilagður. Riddarinn hafði lagt
undir sig ríki, en þegar hann kom heim, þá var enginn,
sem lézt vita það. Þar var allt svo hversdagslegt.
Undir háttatímann gat hann samt ekki setið á sér
lengur. Hann kallaði á Bóthildi inn í skrifstofuna. Hann
varð að opinbera henni sína dýrð.
Nú kom Bóthildur orðalaust og settist með hannyrð-
ir út við gluggann.
— Eg er búinn að semja leikrit! — Hann ætlaði að
vita, hvernig henni yrði við.
— Jæja! sagði hún með þungri áherzlu.
En hann var nú einráðinn í að kippa sér ekki upp
''úð neitt.
— Nú ætla eg að lesa það fyrir þig!
■— Ekki þó allt saman í kvöld?
— Jú, jú, það er ekki svo langt. Hvað ætli okkur
iiggi á í rúmið. Ba'ra að þú sofnir ekki undir því.
— Heyrðu annars, Þórður. Því ertu alltaf að lesa
^káldskap þinn fyrir mig? Þú veizt sem er, að eg má aldrei
:setja út á neitt, án þess að þú reiðist. Og þú segir, að eg
hafi ekkert vit á þeim efnum og breytir þó iðulega á eftir,
hví sem eg finn að.
— Æ, við skulum nú ekki vera að tala um þetta
núna, góða. Settu bara út á. Eins og þú vilt. En reyndu að
taka vel eftir. Annars er svo leiðinlegt að lesa fyrir þig.
Þórður hóf lesturinn. Honum þótti það eitt að, að
hún sat við hannyrðirnar. Hann vildi, að hún hefði setið
auðum höndum eins og í kirkju. En hann hirti ekki um
uð hafa orð á því.
Hann var aðeins í miðjum fyrsta þætti.
■— Heyrðu, Þórður!
— Hvað?
— Ef eg mætti nokkuð segja, þá finnst mér þetta
ekki eðlilegt —
— Hvað finnst þér óeðlilegt?
6