Skírnir - 01.01.1936, Page 85
Skírnir]
Kona skáldsins.
83
Svo stóð hann á fætur og teygði úr sér. Það lék sig-
urglott um varir hans.
— Jæja?
En Bóthildur var ekki uppnumin. Hún horfði ekki
einu sinni á Þórð, heldur út um gluggann.
— Segirðu ekkert? Geturðu ekkert sagt?
— Eg má ekkert segja!
— Jú, blessuð segðu allt, sem þú vilt. — Hitinn
var óðum að minnka.
— Þetta er gott leikrit, Þórður. Mér finnst það vera
það bezta, sem eg hefi heyrt eftir þig. En-------
— En hvað?
— En þú mættir vanda þig meira. Og svo-----------
— Og svo hvað?
— Það þekkja allir aðalpersónurnar. Það ert þú og
Álfheiður Eik. Þetta er aðeins ykkar saga. Hún er góð, en
mér þykir hún heldur ber. — Bóthildur sagði þetta alveg
blátt áfram. Hún var laus við allan æsing.
Þórður var þeim mun reiðari. Hafði hann ekki lagt
barnið sitt í skaut hennar. Og nú var hún að bera það
út með köldu blóði.
— Svona er það æfinlega. Þér finnst ekkert gott hjá
mér. Hefði einhver annar ort þetta léikrit, — hann sveifl-
aði því yfir skrifborðinu — þá skal eg ábyrgjast, að þér
hefði þótt það gott. Og þá hefðir þú ekki sagt, að það
væri af þessum og þessum, heldur beint út úr veruleikan-
um, lífinu. Nú segir þú, að þetta leikrit sé af mér og Álf-
heiði Eik, — hann hló af tómu háði. — Skilurðu ekki enn
um hvað það er? Það er um lífsgildin, um hina tvo heima,
um takmark mannssálarinnar.
— En, Þórður, eg hefi sagt, að mér þætti leikritið
gott — ágætt. En þú þarft samt að breyta því í aukaat-
riðunum. Eg held líka, að þú skiljir ekki konurnar nógu
vel, þrátt fyrir allt. Þær eru slægari en konur í leikritum
— og þær gefa meira. Og mér finnst þú láta hana tala
of mikið, en ekki í nógu skýrum myndum. Þú gætir líka
gert hana göfugri — stærri.
6*