Skírnir - 01.01.1936, Page 86
84
Kona skáldsins.
[Skírnir
— Þér finnst allt ómögulegt!
— Nei, eg hefi einmitt trú á þér, Þórður. Eg veit, að
þú ert skáld. Þess vegna vil eg ekki, að þú komir til dyr-
anna í hversdagsfötunum, að þú birtir neitt fyrr en það
er svo fágað, að þú getir ekki gert það betur. Og eg er
viss um, að þú sérð ekki eftir því síðar, þó að þú sért
reiður núna.
Þórður staðnæmdist fyrir framan Bóthildi með hand-
ritið í hendinni. Hann var nú ekki eins reiður og hann var
gramur, eða öllu heldur óskaplega sorgbitinn. Honum
fannst hann vera svanur, sem hefði verið eltur uppi í
sárum. Og það sem verst var. Hann var farinn að trúa
því, að hún hefði á réttu að standa. Leikritið var ekki
nógu gott. Hann gat ekki hér á eftir farið rakleitt með
það í prentsmiðjuna, eins og hann hafði hugsað sér að
gera, þegar hann kæmi suður. Og þó hann ætti sjálfur
sök á því, þá átti hún það að nokkru líka. Hann hugsaði
hátt og röddin hálf brast:
— Eg er ekki skáld. Þú hefir pínt úr mér skáldið.
Hugsjónirnar fölna í forsælunni og kulna út. Þetta var
tilraun mín, síðasta átakið til að koma þeim í sólskinið.
Og það mistókst. Eg beygi mig fyrir dómnum. En mér
liggur við að segja: 'Guð fyrirgefi þér!
Og hann sneri handritið — þetta óskabarn sitt, til
hálfs sundur í höndunum og grýtti því á skrifborðið.
Bóthildur skipti litum.
— Þórður! Mikið óskaplegt barn ert þú! — Svo gekk
hún beina leið út og upp í svefnherbergið í háttinn.
-----En í skammdeginu gróf Þórður aftur upp leik-
ritið „Á brúnni“. Og þá sneið hann því nýjan stakk og
blés í það fyllra lífi. Hann gæddi það eldi æskunnar og
vordraumanna; hann hóf það inn á heilagt svið sannr-
ar listar. Þannig kom það fyrir almenningssjónir. Og það
var fyrsta prentaða eintakið af því í þeirri mynd, sem
hann um vorið lagði eitt sinn brosandi á saumaborð Bót-
hildar, með þessari eiginhandar áletrun: