Skírnir - 01.01.1936, Page 89
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
87
menntir samtíðarinnar, að tímabilið er ósjaldan nefnt eft-
ir honum „The Age of Pope“.
Alexander Pópe var fæddur í Lundúnum 21. maí 1688
°g var kaupmannssonur. Voru foreldrar hans kaþólskir,
en þeirrar trúar mönnum var þá varnað þess með ensk-
um lögum, að skipa opinberar stöður. Pópe var því eigi
sú leiðin opin til frama og áhrifa; varð hann af þeim
ústæðum nærfellt eini rithöfundur samtíðar sinnar, sem
gaf sig allan við ritstörfum. Af því leiddi aftur hitt, að,
hvað ytri atburði snerti, er æfisaga hans sögð, þegar rak-
inn er rithöfundarferill hans.2)
Slitrótt var skólamenntun Pópes í æsku, bæði vegna
vanheilsu hans og örkumla — hann var krypplingur; og
eigi síður sökum þess, að beztu skólarnir voru harðlæstir
haþólskum nemendum. En hann var bráðþroska að gáf-
um og snemma bókhneigður; las þegar á unglingsárum
enskar og klassiskar bókmenntir af kappi, og fór korn-
ungur að yrkja.
Sautján ára gamall orti hann kvæðin Pastorals (Hjarð-
Ijóð), sem prentuð voru 1709. Þau eru ófrumleg og harla
léttvæg, en bera þó nokkurt vitni formgáfu höfundarins
°g áttu vinsældum að fagna, enda var þá öldin allt önn-
ur í skáldskap heldur en nú er, og verður það að takast
rneð í reikninginn.
Drjúgum meira kvað þó að kvæði Pópes Essay on
Eriticism (Tilraun um ritdóma), sem út kom tveim ár-
nm síðar (1711). Gagnrýnendur þeirrar aldar, t. d. Addi-
son, luku einnig hinu mesta lofsorði á rit þetta og töldu
tað snilldarverk. Frá sjónarmiði nútíðarmanna er það
þó hvað merkilegast fyrir þá sök, að þar er að finna bók-
menntalega trúarjátningu Pópes og samtíðarskálda hans;
klassiskar fyrirmyndir eru þar settar í öndvegi; enda er
ritið skyldgetið afkvæmi Ars Poetica Hórazar og L’Art
Poetique Boileaus. Eigi er það því frumleikinn, sem gef-
ur kvæði þessu skáldskapargildi, heldur málsnilldin og
kjarnyrðin. Gamlar hugsanir búast þar skrúðklæðum hins