Skírnir - 01.01.1936, Síða 90
88
Alexander Pópe og' íslenzkar bókmenntir.
[Skírnii'
fágaðasta orðavals, og margar ljóðlínur ritsins eru spak-
mæli, sem enn lifa góðu lífi.
í næsta kvæðaflokki sínum, The Rave of the Lock
(Hárlokksránið), upphaflega prentað 1712, en í breyttri
útgáfu 1714, sótti Pópe yrkisefnið beint í samtíð sína. En
þetta er kröftugt og kjarnort háðkvæði í stíl hetjuljóða
(mock-heroic) og hreinasta meistaraverk af því tagi, svo
að enskar bókmenntir eiga ekki upp á snjallara að bjóða
í þeirri grein. Skáldið tekur hér til meðferðar hið ómerki-
legasta atvik: lávarður nokkur hefir í gamni klippt lokk
úr hári hefðarmeyjar einnar; það er aðalefni kvæðisins.
En þetta, þó að lítilfjörlegt sé, verður Pópe tilefni mein-
fyndinnar og markvissrar ádeilu á léttúðugt, yfirborðs-
legt og öfgafengið samkvæmislíf aldarinnar. Hversdags-
legar persónur kvæðisins koma fram á sjónarsviðið í bún-
ingi grískra fornhetja, sem goðbornar dísir þjóna. Er
kvæðið því að öðrum þræði háð upp á hetjulegan kveð-
skaparstíl. Ádeilan í þessum kvæðaflokki er þó miklum
mun góðlátlegari en í öðrum slíkum kvæðum skáldsins,
því að mjög tíðkast þar hin breiðu spjótin.
Þótt fæddur væri í Lundúnum, hafði Pópe alizt upp
í þorpinu Binfield í útjaðri hins fræga Windsorskógar.
Sætti það því lítilli furðu, að hann fann þar efnivið í eitt
kvæða sinna, Windsor Forest (1713); en hér sem annars
staðar er það bragfimi skáldsins og orðheppni, sem helzt
kveður að. Fegurðarheimar hinnar ytri náttúru voru hon-
um lítt kannaðar veraldir; hann sá hana „gegnum gler-
augu bókanna“, eins og sagt hefir verið um hann. Hvorki
honum né samtíðarskáldum hans var sú skyggni gefinr
sem lýsir sér í meistaralegu smákvæði Tennysons, „Flower
in the crannied wall“, eða „Baldursbrá“, eins og Jón skáld
Runólfsson nefndi það í þýðingu sinni (Þögul leiftur,
Winnipeg 1924, bls. 177):
„1 sprungu veggjar bjart og bert,
mitt blóm, þig les eg glaður,
— með rótum hér eg held á þér,