Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 91
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
89
mitt hvítast blóm, en skildist mér,
hvað allt með rót þú ert,
þá vissi eg gjör hvað væri guð og maður“.
Tveim árum síðar (1715) kom út eitt af kunnari
kvæðum Pópes, The Temple of Fame (Musteri mannorðs-
ins), sem ýmsir ritsnillingar tímabilsins hlóðu miklu lofi,
þó eigi jafnist það við merkustu skáldrit hans; óneitan-
lega eru þó prýðilegir kaflar í því. En kvæði þetta er að
efni til stæling á kvæðinu The House of Fame (Höll
frægðarinnar) eftir Geoffrey Chaucer, öndvegisskáld Eng-
lendinga á 14. öld, er hafði að þessu sinni að ekki litlu
!eyti farið í smiðju til Virgilíusar skálds. Frumleik í efn-
isvali er hér því eigi til að dreifa hjá Pópe fremur en svo
°ft endranær.
Af öðrum kvæðum hans frá þessum árum má eink-
um nefna Eloisa to Abelard (1717), sem ort er út af ásta-
sorgum þeirra víðfrægu elskenda frá miðöldunum. Mál-
snilld og mælska haldast þar víða í hendur og sumstaðar
ólgar þar sá undirstraumur tilfinninganna, sem lesand-
inn á sízt von í ljóðum höfundarins og bendir fram á við
til rómantísku skáldanna.
Þýðing Pópes á Ilíonskviðu Hómers, prentuð 1715—
1720, var mesta stórvirki hans í bókmenntagerð, enda
hafði hann unnið að henni árum saman. Dr. Richard Bent-
iey, sem taldist mestur lærdómsmaður í klassískum fræð-
um á Englandi á þeirri tíð, kvað þýðinguna vera „dáindis
snoturt kvæði, en ekki Hómer“, og munu gagnrýnir sér-
fræðingar nútímans í þeim fræðum taka í sama streng.
Fjarri fer, að Pópe þræði frumritið að orðfæri eða blæ;
í meðferð hans fengu hin forngrísku söguljóð á sig ósvik-
inn 18. aldar brag, en einmitt vegna þess, féllu þau í svo
frjóan jarðveg hjá samtíðarmönnum þýðandans. Og þó
að andi Hómers svífi ekki yfir vötnum þýðingarinnar, er
hún víða með snilldarbragði, og geta menn enn lesið hana
sér til óblandinnar ánægju. Pópe þýddi einnig, með að-
stoð tveggja vina sinna, Odysseifskviðu (1725); minna