Skírnir - 01.01.1936, Page 92
90
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
[Skírnir
kveður þó að henni en hinni fyrrnefndu. Sama ár gaf
hann einnig út leikrit Shakespeares, en lagaði þau mjög
í hendi sér, og sízt til bóta.
Þýðingar Pópes á Hómerskvæðum öfluðu honum eigi
aðeins lýðhylli og bókmenntafrægðar, hann auðgaðist
jafnframt svo vel á þeim, fyrir atbeina vina sinna, að
hann gat keypt sér landsetur í bænum Twickenham á
Tempsárbökkum, skammt frá Lundúnum, lifað þar við
rausn, og helgað sig algerlega ritstörfum, það sem eftir
var æfinnar.
Árið 1728 gaf Pópe út hið mergjaða háðkvæði sitt,
The Dunciad (Glópakviða), og lætur hann þar gaddasvipu
háðnepju sinnar og hvassyrða dynja á leirskáldum, skrif-
finnum, gagnrýnendum og sumum meiri háttar skáldum
samtíðarinnar. Gerir hann hér í einu orði sagt upp reikn-
ingana við alla þá, sem á einn eða annan hátt höfðu reitt
hann til reiði. Kvæðið hittir markið tíðum meistaralega,
en skammirnar keyra einnig á köflum úr hófi fram; eru
bæði of persónulegar og of ruddafengnar; en þess er þá
jafnframt að minnast, að höfundurinn átti mörgum and-
stæðingum grátt að gjalda. Annars er ádeilukvæði þetta
ágæt spegilmynd af innra manni skáldsins og hæfileik-
um: lítilmennsku hans, þegar því var að skipta, en leiftr-
andi snilldinni á aðra hönd.
Á síðari árum sínum samdi Pópe sum hin merkustu
og mest dáðu rit sín, eins og Essay on Man (Tilraun um
manninn, 1733—34) og The Epistle to Dr. Arbuthnot
(Bréf til Arbuthnots læknis, 1735).s) Tilraun um mann-
inn, sem víðfræg varð bæði á meginlandi Norðurálfu og
í Vesturheimi, er heimspekilegt kvæði, í anda skynsemis-
trúar aldarinnar (deism). Sker það því ekki úr fyrir
frumleika sakir; skoðanir þær, sem þar koma fram, eru
að láni fengnar úr ýmsum áttum. Eigi var Pópe heldur
þeim hæfileika gæddur, að geta skipað í kerfisbundna
heild heimspekilegum skoðunum annarra. Gildi þessa
fræga kvæðis hans er þess vegna í því fólgið, að þar eru
almennar hugmyndir færðar í framúrskarandi kjarnorð-