Skírnir - 01.01.1936, Side 95
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir. 93
ti'úarskoðunum; er honum „mikill söknuður að því“, að
Þeir félagar hans, er að Fjölni stóðu, höfðu fellt niður til-
vitnun hans í Pópe.7) Sveinbjörn Egilsson þýðir kafla úr
Essay on Criticism, og Bjarni Þórðarson skáld (1761—
1842) snýr á ný á íslenzku Tilraun um manninn.
Skulu nú hinar íslenzku þýðingar af ritum Pópes at-
hugaðar nokkru nánar í aldursröð. Verður þar fyrst á
blaði þýðing Benedikts Gröndals eldra á Musteri mann-
or3sins, sem prentuð var upprunalega, þó ekki öll, í Rit-
UWI Lærdómslistafélagsins, X. og XI. bindi (1789—90),
en í heild sinni í Kvæðum Benedikts Gröndals, er Svein-
l>jörn Egilsson gaf út (Viðeyjar Klaustri, 1833). Eins og
l^am kemur í formála þýðandans (Rit Lærdómslistafél.
bindi, bls. 285—87), hefir hann snúið kvæðinu beint
Ur frummálinu og segir þar meðal annars um þýðinguna:
>.Hvad þessari útleggíngar tilraun minni vidvíkr, þá hefi
e& fyrst valit mér þann hátt, er minnst þvýngadi mig til
at brúka vand-skilin ord, og adra kraptlausa hor-tittu (svo
kalla eg þær klausur, sem þúngir bragarhættir neyda
u^enn til at skjóta inn í adal-efnit, einungis til uppfyll-
Uigar, hvert sem þær heyra þar nockut til edr eigi), og
uiaské þess væri óskandi, at þessi háttr, og adrir, sem
honum eru líkir, væri af ádrtöldum orsökum, meira tídk-
a(íir í íslenzkum quedskap, en raunar skédr. Eg hefi kapp-
kostat eptir skylldu minni, at vera í þessari útleggingu
svo liós og audskilinn sem eg kunni bezt, og at hitta med-
alveginn milli afgamals ordapriáls, og allt-of-lítilfiörligra
albýdu talshátta, er hvergi skarta vel, einna síst, þá qued-
er undir fornum lögum. Hvernig mér hefir tekiz þetta
°g annat, þat legg eg á skynugra manna dóm, einkum
beirra er náttúrugáfr hafa til skálldskapar, edr dýrkad-
ann smeck á fögrum vísindum, því slíkum er trúandi til
al rétta mínar yfirsiónir og réttingar þeirra tek eg med
stærstu þöckum, og skal nota mér sídar ef eg lifi“. Vitur-
leg orð og eftirtektarverð.
Auðsætt er, að þýðingin hefir fallið ritstjórn Lær-
dónislistafékLgsritanna vel í geð, því að henni er fylgt úr