Skírnir - 01.01.1936, Page 97
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
95
hafi tekizt vel að sigla fyrir þau skerin, sem hann varar
við í formálsorðum sínum: of fornt mál annars vegar og
°f hversdagslegt orðalag hins vegar. Hitt er álitamál,
hvort þýðingin er kröftugra kvæði heldur en frumritið,
eins og Ph. Schweitzer heldur fram í bókmenntasögu
sinni, þar sem hann ræðir um Gröndal.8)
Málið á þýðingunni er í tilbót stórhreint eftir því,
sem þá tíðkaðist, og hefir þýðandinn berlega gert sér allt
far um, að fylgja í verki þeim meginreglum, sem hann
setti sér og öðrum í formála sínum: „Því auk þess at eg
var lítt vanr þeirri ensku túngu, hafda eg einganveginn
þann fullkomleika í mínu eigin módr-máli, sem útheimtiz
til at geta vel snúit á þat af ödrum túngum. Verdr þeim
tullkomleika einungis nád med athugasamligri lesníngu
fornfræda vorra, en mínar frístundir hafa eigi hingat til
ieyft mér þá ydiu, þó hún sé miög nytsamlig, bædi í þessu
tilliti og ödru. At smída þar ný ord, sem önnur vóru til
jafngód, edr betri ádr í túngunni, þat er fremdarlítit at
Wínum dómi. Sýnir þat annathvert vanþecking á sínu egin
Wódurmáli, sem hverki mér né ödrum ætti þó at fyrirgef-
az, ellegar foragt fyrir því sama, og er þat þó ætíd ills
viti hverr sem á hlut at. Geti eg eigi rítat íslenzka túngu
svo sem hún tídkaz nú fyrir nordan og austan á íslandi,
hvar málit er en þá at mestu hreint, vil eg heldr, þegar
mér auðnast ei at rata þetta medalhóf, rita sem Ari Fródi
°g queda sem Sæmundr Sigfússon, edr hin önnur tilgerd-
avminni gömlu og gódu skáld, enn at mér verdi svo fóls-
liga, at snýkia hvert sinni bædi bragarhátt, ordin og þeirra
nidrradan frá Dönum og ödrum þiódum, sem færst af
Þessu hafa þó fegra enn vér, þegar vel er adgád“.
Eigi er það heldur málfar þýðingarinnar eitt, sem
sver sig í ættina til fornra íslenzkra fyrirmynda; bragar-
háttur hennar, sem er fornyrðislag, er einnig þangað sótt-
ur. Þýðingin og frumkvæðið eru því harla ólík hvað ljóð-
formið snertir, hreimur og hrynjandi allt önnur. Þrátt
fyrir það, hefir þýðandinn valið bragarháttinn heppilega,
og kemur það betur í ljós þegar þessi þýðing hans er bor-