Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 98
96
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
[ Skírnir
in saman við þýðingu séra Jóns Þorlákssonar af Tilraun
um manninn; en hinn síðarnefndi fór þar, að sumu leyti
illu heilli, í slóð danska þýðandans.
Tilraun um manninn var snúið á margar tungur.
Segir Leslie Stephens, er samið hefir ágæta æfisögu Pópes,
að fyrir það rit hans hafi hann orðið víðkunnastur utan
Englands (Alexander Pope, bls. 161); og ber að sama
brunni, þegar leitað er álits annara sérfræðinga um það at-
riði. Kemur þá ekki á óvart, að þetta víðfræga kvæði var
einnig þýtt á vora tungu.
Þýðing séra Jóns á því er, auk annars, merkileg af
þeirri ástæðu, að hann byrjaði fyrst á henni af hinum
meiriháttar þýðingum sínum; vann að henni á árunum
1789—1796. Var hún, sem kunnugt er, prentuð að Leir-
árgörðum tveim árum síðar, og er tileinkuð Stephani amt-
manni Þórarinssyni, velgerðamanni þýðandans, er átt
hafði frumkvæðið að útgáfu þýðingarinnar, og mun hafa
hvatt séra Jón til að færast það verk í fang. Hún var
prentuð öðru sinni í heildarútgáfu kvæða hans, íslenzk
Ijóðabók Jóns Þorlákssonar, Fyrri deild, Kaupmannahöfn,
1842, og valdir kaflar úr henni í minningarritinu um hann,
Jón Þorláksson. Dánarminning, Reykjavík, 1919. En ekki
var þýðingin gerð úr frummálinu, heldur úr dönsku; eftir
annari útgáfu þýðingar C. C. Lous, er út kom í Kaup-
mannahöfn 1776.°)
Beri maður nú þýðingu séra Jóns á Tilraun um mann-
inn saman við enska frumritið, kemur á daginn, að oft er
þar vel þýtt og trúlega; allvíða bregður þó út af því, bæði
að því er snertir einstök orð og ljóðlínur, og stöku sinn-
um heilar málsgreinar. En skýringarinnar á þeirri óná-
kvæmni er ekki langt að leita. Gaumgæfilegur samanburð-
ur á nærfellt hálfri hinni íslenzku þýðingu séra Jóns við
ljósprentun af samsvarandi hluta dönsku þýðingarinnar,
sem hann lagði til grundvallar, leiðir í ljós, að alla óná-
kvæmnina í þeim helmingi kvæðisins tók séra Jón að erfð-
um frá hinum danska fyrirrennara sínum, að tveim smá-
atriðum undanteknum. í fyrsta bréfi (niðurlagi 5. kafla