Skírnir - 01.01.1936, Síða 99
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
97
þess) þýðir hann „passions“ (ástríður) með orðinu „lynd-
ishneigingar", líklega vegna stuðlasetningar; og í þriðja
bréfi (1. kafla þess) „wanton fawn“ (gáskafullur hindar-
kálfur) með „rádýr feitt“, að líkindum til þess að ríma
við „útbreidt“. Þar sem öll ástæða er til að ætla, að hið
sama yrði uppi á teningnum, ef þýðing séra Jóns í heild
sinni væri borin saman við hina dönsku fyrirmynd hans,
vitnar þetta verk hans ótvírætt um nákvæmni hans og
úönskukunnáttu. Eigi að síður er ónákvæmni íslenzku þýð-
ipgarinnar, þó séra Jóni sé þar eigi um að kenna, blettur
a rnerkilegu riti í þýddum bókmenntum vorum.
Fleira kemur þó hér til skjalanna heldur en nákvæmn-
ln ein saman hvað við víkur efni frumritsins. Þá um ljóða-
býðingu er að ræða, veltur ágæti hennar ekki lítið á því,
hversu tekizt hefir til með bragarhátt og hrynjandi, þar
sem þau ákveða blæ kvæðisins og svip. Einkum er þetta
atriði mikilsvert, þegar gildi frumritsins, sem um ræðir,
er sérstaklega falið í orðsnilld þess og braglist. En það á
einmitt við um allan skáldskap Pópes, ekki sízt Tilraun
Uyri manninn. Hverjum augum sem gagnrýnendur kunna
að líta á hann sem skáld, eru þeir allir á einu máli um stíl-
snilld hans, afburða braglist hans. Leslie Stephens, sem
rettilega telur Tilraun um manninn ruglingslega í rök-
ieiðslu, ekki lausa við mótsetningar og á köflum barna-
ie§a að hugsun, viðurkennir jafn fúslega, að stíllinn sé
tiðum aðdáanlegur: „Þegar Pópe nær sér niðri, hittir
hvert orð markið“. (Alexander Pope, bls. 162). Er óþarft,
að tilgreina fleiri ummæli í sömu átt, þó gnótt þeirra sé
fyrir hendi.
Liggur þá einnig í augum uppi, að miklu máli skiptir,
bver skil þýðandi á kvæðum Pópes gerir málfari hans og
ijóðformi; og verður það enn þá auðsærra, ef rannsakað-
Ur er nokkru nánar bragarháttur sá, tvíhendan (the heroic
ceuplet), sem hann fágaði og fullkomnaði. Hefir enginn
yst ljóðformi hans betur í stuttu máli heldur en Prófessor
^ackail í afbragðs fyrirlestri sínum um skáldið: „Tví-
endur hans standa aðskildar eins og perlur á þræði, og
7