Skírnir - 01.01.1936, Side 100
98
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
[Skírnir
innan tvíhendunnar er tíðast jafnvægi bæði milli ljóðlína
hennar og ljóðlínu-helminganna1'.10) Hver tvíhenda, og
jafnvel einstök ljóðlína, er sjálfstæð heild; og því er það,
að kvæði Pópes eru svo óvenjulega vel fallin til tilvitnana,
eins og fyrr greinir. Gott dæmi bragarháttar hans og mál-
fimi er hin fræga byrjun annars bréfs kvæðisins:
„Know then theyself, presume not God to scan;
The proper study of Mankind is Man“.
Ekki er það auðvelt verk, að þýða ljóðabálk undir svo
samanreknum og rígskorðuðum bragarhætti; enda gerir
hinn danski þýðandi Tilraunar um manninn, sem séra Jón
tók sér til fyrirmyndar, það eigi; og var engin von til, að
hinn síðarnefndi bætti þar um, þegar þess er gætt, að hann
mun aldrei hafa séð frumritið.11) Fróðlegt er samt, að bera-
saman tvíhendur Pópes og bragarhátt íslenzku þýðingar-
innar. Tökum því einhverja alkunnustu tilvitnun úr um-
ræddu kvæði og þýðingu hennar:
„Hope springs eternal in the human breast:
Man never is, but always to be bless’d".
„Náttúru manns og önd er í
eilíft hnoss vonar grundvallað,
aldregi sæll, hann eftir því
alltíð hlakkar að verða það“.
Hugsuninni er að vísu haldið, en bragarhátturinn er
allur annar og hrynjandin gjörólík; samsvörun tvíhend-
unnar og jafnvægi eru algerlega úr sögunni. íslenzka þýð-
ingin er einnig, eins og tilgreindar Ijóðlínur vekja grun
um, miklu margorðari heldur en frumkvæðið, nálega helm,
ingi lengri, og er þar dönsku fyrirmyndinni enn einu sinni
um að kenna, því að þar eru innskot á hverju strái; en
mjög sjaldan bætir séra Jón nokkru við frá sjálfum sér,
og er það frekari vottur nákvæmni hans. Hér og þar skýt-
ur hann þó inn einstaka orði vegna stuðla og ríms. Ef-
laust hefði þýðingin orðið gagnorðari, nær frumkvæðinu