Skírnir - 01.01.1936, Side 101
Skírnir]
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
99
að málfari og ljóðblæ, hefði séra Jón farið að dæmi Grön-
dals og valið sér óbundnari bragarhátt; en ekki var hægt,
að ætlast til þess eins og í pottinn var búið. Séra Jón saup
hér af því seyðinu, að hann hafði sér til leiðsagnar harla
gallaða eftirmynd frumkvæðisins, þar sem var danska
Þýðingin. Hún hafði það engu að síður til síns ágætis, að
mjög litlu er þar sleppt úr, sem máli skiptir, og hefir séra
Jón fylgt henni dyggilega í því efni, sem öðru.
Skáldlega ferst honum einnig og fimlega í þýðingum
á samlíkingum kvæðisins; þar bregst honum örsjaldan
hogalistin, en mörgum þýðandanum verða þær einmitt að
fótakefli.
Þá er málið á þýðingunni. Yfirleitt fellur það vel að
efninu, og kemur þar fram næmur málsmekkur þýðand-
ans. Hann notar að vísu einstaka kenningar, eins og
»stjarna-frón“ og „ennis-sól“; en ekki eru nógu mikil
hi’ögð að því til þess, að málið sé fyrnt um skör fram.
Málið er einnig furðu hreint, þó það sé hvergi nærri laust
við dönsk orð og danskt orðalag, eins og lýsir sér sum-
staðar í stigbreytingu lýsingarorða. En þess er jafnframt
að minnast, að hann þýddi beint úr dönsku, og þá eigi
síður hins, að það var enginn barnaleikur, að yrkja á ís-
lenzku um heimspekileg efni á þeirri öld, málið harla
óþjálfað til þeirra hluta. Séra Jón varð því iðulega að gera
eitt af tvennu: — mynda ný orð eða umrita hið erlenda
hugtak. Og hann fer báðar þær leiðir, og kemst yfirleitt
eins vel frá þeim vandkvæðum eins og hægt var að krefj-
ast af honum eftir ástæðum. Þannig þýðir hann „instinct“
(eðlishvöt) með „náttúrutogun", sem nær allvel merkingu
orðsins; en „nice dependencies“ umritar hann þannig:
»hve nákvæmt, nett, nemur hver partur annan við“, sem
einnig heggur nærri hinni upprunalegu merkingu.
Margt er því óneitanlega vel um þýðingu séra Jóns
á Tilraun um manninn. Borin saman við frumkvæðið er
hún þó of gölluð til þess, að geta talizt ágætisverk. En í
raun réttri er ekki hægt að ætlast til slíks; enda vart
sanngjarnt, að leggja þann mælikvarða á hana, þar sem
7*