Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 102
100
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
[Skírnir
eigi er vitað, að þýðandinn hafi nokkurn tíma haft með
höndum frumritið, svo sem fyrr var vikið að. Miðað við
fyrirmynd hans, dönsku þýðinguna, hefir hann hins vegar
unnið verk sitt mjög vel; og í því ljósi er þýðing hans
réttast metin. f henni eru margir prýðisgóðir kaflar, og,
þegar alls er gætt, sumir með ágætum.
Og sé litið á þýðinguna frá skáldskapar sjónarmiði
einu saman, má margt segja henni til hróss. Hún er liðug,
meira að segja mælsk með köflum. Eigi er hún heldur
snauð af skáldlegu hugarflugi. Við lestur hennar hafa mér
þessvegna þráfaldlega horfið í hug framangreind ummæli
Bentleys um þýðingu Pópes á Ilíonskviðu: „Dáindis snot-
urt kvæði, en ekki Hómer“. Þýðing séra Jóns á Tilraun um
manninn er góður kveðskapur, en ekki Pópe nema að
nokkru leyti.
Á þeim tíma, er hún kom út, var ekki til að dreifa rit-
dómum í íslenzkum blöðum eða tímaritum, enda hefi eg
ekki fundið ummæli neinna samtíðarmanna skáldsins um
hana. En vafalaust hafa ýmsir þeirra kunnað að meta
hana, og henni verið vel tekið af mörgum Ijóðelskum og
fróðleikshneigðum lesendum.
Löngu síðar varð annað íslenzkt skáld — alþýðu-
skáld að vísu — til þess, að snúa Tilraun um manninn öðru
sinni á íslenzku; en heldur mun það nú á fárra vitorði,
því að þýðing þessi kom aldrei fyrir sjónir almennings.
Höfundur hennar var, eins og fyrr getur, athafna- og gáfu-
maðurinn Bjarni Þórðarson frá Siglunesi vestra, en árs-
ritið Gestur Vestfirðingur (3. ár, 1849) flytur all-ítarlega
æfiminningu hans (bls. 108—123) og greinir meðal ann-
ars þannig frá nefndri þýðingu hans: „Nú er að geta þess,
er liggur eftir Bjarna í ljóðum, og hann ritaði mest á laus
blöð, er hann smám saman sendi vinum sínum:
Pópes Tilraun um manninn, lögð út eftir enskunni,
hreinskrifuð með vandaðri hönd, að bón skáldsins, af en-
um lærða presti Gísla Einarssyni að Selárdal, síðan endur-
skoðuð og löguð sumstaðar af skáldinu; segja svo lærðir
menn, þeir er séð hafa útleggingu þessa, að hún sé auð-