Skírnir - 01.01.1936, Side 103
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
101
veldari en sú, er þjóðskáldið Jón Þorláksson gjörði, með
því líka, að þragarhátturinn er auðvelt fornyrðalag, og
fylgir mjög víða frumritsins orðum“. (Bls. 120—121).
Heppilega hefir Bjarna tekizt valið á bragarhætti,
enda var hann, að því er nefnd æfiminning hans hermir,
þaulkunnugur Eddukvæðunum; annars má vel vera, að
hann hafi hér fylgt dæmi Gröndals, er hinn síðarnefndi
þýddi Musteri mannorðsins. Eftirtektarvert er það einnig,
að Bjarni þýðir beint úr frummálinu. En tungumálakunn-
áttu hans er lýst með svofelldum orðum: „Danska tungu
skildi hann mæta vel. Um fertugsaldur var hann kominn
SVO langt í þýzku máli, að hann gat viðstöðulítið í lestri
snúið þýzku á danska tungu. Þá tók hann að leggja sig
eptir enskri túngu, og las til þess enska biflíu aftur og
aftur, gat hann þannig komist niður í skilningi málsins,
tó að hann gæti ekki numið framburðinn" (bls. 118).
Þeirri staðhæfingu til áréttingar er þessari frásögn "bætt
við neðanmáls: ,,Árið 1830 kom undir Sigluneshlíðar enskt
skip, er leitaði eftir hafís; var þar einginn innan borðs,
sem skildi dönsku eða þýzku. Bjarni fór til skipsins, og er
hann vissi, hverja túngu skipverjar töluðu, tók hann krít,
°g ritaðist á við formanninn, og gátu þeir þannig skilið
vel hvor annan. Skipsráðandanum fannst mikið um vits-
niuni Bjarna, en gat þó ei trúað, að hann hefði numið
ensku tilsagnarlaust. Að skilnaði gaf hann honum nokkr-
ur enskar bækur, er hann hafði meðferðis“ (bls. 118—
119). Auðvitað er það ágizkun tóm; en freistandi er sú til-
gáta, að meðal þessara ensku bóka kunni, að hafa verið
Tilraun um manninn ein sér eða í kvæðasafni Pópes. En
vitanlega var innan handar fyrir þýðandann, að hafa afl-
uð sér hennar annars staðar.
Því miður mun handritið af þessari merkilegu þýð-
ingu Bjarna nú glatað. Eðlilega lék mér hugur á, að graf-
ast fyrir um afdrif hennar, og hugði eg þá helzt, að henn-
ar væri von á Landsbókasafninu. Skrifaði eg því þeim
nianninum, sem eg vissi hvað margfróðastan um það efni,
ár. Hannesi Þorsteinssyni skjalaverði. Svar hans (dags.