Skírnir - 01.01.1936, Síða 104
102
Alexander Pópe og islenzkar bókmenntir.
[Skírnir
11. sept. 1932) er á þessa leið: „Ekki get eg heldur sagt
neitt um, hvort þýðing Bjarna á Siglunesi á Pópes Tilraun
um manninn muni vera í handriti í söfnum hér, en ekki
hefi eg rekizt á hana, svo eg muni, og hefi eg þó mörg
handrit hér handf jatlað, en eg tel hæpið, að hún sé til hér“.
En skemmtilegt væri það, ætti þýðing þessi eftir að koma
í leitirnar, þó litlar líkur séu til þess.
Ýmsum lesendum Pópes hafði þótt hann hallast um of
að forlaga og skynsemistrú í Tilraun um manninn. Gerði
hann því bragarbót og orti sálminn „The Universal
Prayer“, er prentaður var 1738. (Smbr. formálsorð höf-
undar). En ekki gat hann, fremur en aðrir, séð við glettni
atvikanna. Honum hefði eflaust fundizt það í meira lagi
kynjafull fyrirsögn, hefði einhver spáð honum því, að
sálmur þessi, í þýðingu, ætti eftir, að verða ásteytingar-
steinn trúuðum sálum úti á íslandi. En eins og að framan
segir, sneri Magnús Stephensen þessum sálmi Pópes á ís-
lenzku, og var hann fyrst prentaður í Vina-Gleði (1797)
með eftirfarandi inngangsorðum: „En — hvorki veit eg
tilhlýðilegra né verðugra efni ad lykta med ockar Vina-
Gledi og fundi í brád, enn þá snotru Bæn, er eg lærdi af
því, um alla Norður-álfuna svo nafnfræga, engelska merk-
is-skáldi Pope, hvörri eg med ástundun hefi snúid í ís-
lenzk liódmæli og bid ykkur nú sýngia med mér, en
siálfa oftar sídarmeir til gledi og uppvakningar og verd-
ugrar gudrækni" (bls. 322). Þýðingin er endurprentuð í
Ljóðmælum Magnúsar Stephensens (1842), og er fyrsta
kvæðið þar.
Alkunnugt er, að trúrækið fólk hneykslaðist mjög á
sálmi þessum, einkum orðunum: „Vor Guð, Jehova, Júppí-
ter“, en það eru niðurlagsorð fyrsta versins á frummál-
inu, og fylgir það hér ásamt þýðingu þess.
„Father of All! in ev’ry Age,
In ev’ry Clime ador’d,
By Saint, by Savage, and by Sage,
Jehovah, Jove, or Lord!“