Skírnir - 01.01.1936, Side 106
104
Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
[Skírnir
Markið mið það,
hvar mætast bæði
heimska og hyggjuvit".14)
Ekkert hefi eg fundið, sem bendir til þess, að Svein-
björn hafi þýtt meira af Essay on Criticism, eða annað
eftir Pópe. En kunnugur hefir hann verið öðrum enskum
rithöfundum, eldri og yngri, því að hann þýðir dálítið
eftir þá.
Það er því hreint ekki ómerkilegur hópur skálda
vorra, og annara andans manna, sem haft hafa kynni af
ritum Pópes, og metið þau nógu mikils til þess, að flytja
þau löndum sínum í þýðingum. Og þegar litið er á bók-
menntastefnu, lífsskoðun og áhugaefni þýðendanna, er
yfirleitt ekki örðugt, að gera sér grein fyrir því, hvers
vegna þeir hneigðust að Pópe og völdu sér rit hans, eða
brot úr þeim, til þýðingar.
í kveðskap Ben. Gröndals eldra renna saman straumar
frá forníslenzkum og forngrískum bókmenntum (sbr. hin-
ar mörgu þýðingar hans úr þeim). Þá er það alls ekkert
undrunarefni, að hann þýðir jafn klassiskt kvæði og Must-
eri mannorðsins. Um þýðingu séra Jóns Þorlákssonar á
Tilraun um manninn er nokkru öðru máli að gegna. Áhrif
frá vinum hans, sem hvöttu hann til þessa verks, koma
þar vafalaust til greina. Lífsskoðunin í kvæðinu mun þó
einnig hafa verið honum allvel að skapi, því að ekki lét
upplýsingarstefnan hann ósnortinn, eins og fram kemur
í sumum kvæðum hans. Enda hefi eg leitt rök að því ann-
ars staðar, að samræmi er í höfuðþýðingum séra Jóns,
efni þeirra skyldara en virðast kann í fljótu bragði.10)
Ekki var það heldur nein tilviljun, að Magnús Steph-
erteen þýddi umræddan sálm Pópes; kredduleysi skáldsins,
sem fram kemur í sálmi þessum, var að vonum einkai’
geðfellt hreinræktuðum upplýsingarmanni í trúarefnum.
Hins vegar hefir það sennilega verið klassiska hliðin á
Pópe, sem laðaði Sveinbjörn Egilsson að ritum hans, enda
þýðir hann brot úr einhverju ramm-klassiskasta kvæði