Skírnir - 01.01.1936, Side 107
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir. 105
hans. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að dæmi Benedikts
Gröndals, tengdaföður Sveinbjarnar, komi hér eitthvað
til sögunnar, og ef til vill áhrif frá fóstra hans Magnúsi
Stephensen. Annars má glöggt sjá það af þýðingum Svein-
bjarnar úr enskum skáldskap, hver tímamótamaður hann
var, „með annan fótinn í upplýsingartímanum, en hinn
í rómantíska tímanum", eins og sagt hefir verið um
hann.10) Hann þýðir jöfnum höndum úr kvæðum Pópes,
Ijóðabrot eftir þrjá af fyrirrennurum rómantísku skáld-
anna ensku, John Gay, Robert Falconer og Ossian, og
kafla úr „Grikklandseyjum" Byrons, sem að vísu eru
klassiskar að innihaldi.
Bjarni Þórðarson er að því leyti einstæður þeirra
íslenzkra þýðenda Pópes, sem kunnugt er um og hér hafa
verið gerðir að umtalsefni, að hann er eini ólærði maður-
inn í hópnum. Þó var hann maður víðlesinn; og þar sem
guðfræði og náttúrufræði heilluðu sérstaklega huga hans,
er ekki ólíklegt, að ástin á þeim fræðum hafi orðið til
bess, að hann þýddi Tilraun um marininn. Vitanlega gat
har þó verið að ræða um hvatningu frá einhverjum vina
hans.
Renni maður nú að málslokum sjónum yfir niður-
stöður þessarar rannsóknar, er bersýnilegt, að öfgalaust
var að orði kveðið í byrjun þessa máls, þar sem sagt var,
að Pópe hefði talsvert komið við sögu bókmennta vorra
°g nokkur áhrif haft á ýmsa eldri rithöfunda vora; þó
örðugt sé á hinn bóginn að komast fyrir, hversu djúptæk
hau hafi verið. Einnig má vel vera, að eigi séu enn öll
kurl komin til grafar hvað snertir samband hans við ís-
lenzkar bókmenntir, þó eg hafi hér tilfært allt, sem eg
hefi fundið bókfest um það efni. Nóg hefir samt verið sagt
til þess að sýna, að víðlent landnám hans í ríki heimsbók-
menntanna náði einnig til vorra stranda.17)
1) Sjá einkum Sigfús Blöndal, „Jón Thoroddsen og den is-
landske nutidsromans ophav“, Nordisk Tidskrift, 1926, bls. 76—83;
Stefán Einarsson, „Goldsmith’s The Vicar of Wakefield and Jón
Þorleifsson", Scandinavian Studies and Notes, 1930, bls. 54—60;