Skírnir - 01.01.1936, Page 110
Japan.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
Vér sjáum sífellt í blöðunum fréttir um að til ófrið-
ar horfi í Austur-Asíu, vegna yfirgangs Japana. Þeir hafa
nú um hríð sótt fast á norðurhluta hins forna kínverska
ríkis, og hafa í raun og veru lagt undir sig allmikið lands-
svæði (Manschuckuo), og eru orðnir nágrannar Rússa
austur þar. Hér skal ekki reynt að rekja þá viðburði, er
skeð hafa í Kína síðustu árin, enda eru þeir flestum kunn-
ir, að meira eða minna leyti, heldur reynt að skýra orsak-
irnar til landvinningastefnu Japana, og hvers vegna þeir
hljóta að halda henni fram, unz þeir hafa enn náð undif
sig miklum löndum.
Til grundvallar fyrir landvinningastefnu Japana
liggja bæði andlegar og fjárhagslegar ástæður, sem hjálp-
ast að með að knýja þjóðina til þess að auka lönd sín, þó
fjármálaástæðurnar séu ef til vill sterkastar sem stendur.
Hið eiginlega Japan er lítið land, um 380 þús. ferkíló-
metrar, það er að segja, lítið stærra en Bretlandseyjar,
en það er miklu þéttbyggðara, íbúarnir eru um 66 miljón-
ir, svo Japan er eitt af þéttbyggðustu löndum heimsins, og
er þó talsverður hluti landsins óræktanleg fjöll. Auk þess
ráða Japanar yfir Kóreaskaga, eyjunni Formosa, suður-
hlutanum af Sakhalíneyju og ýmsum smáeyjum í Kyrra-
hafi, svo alls hefir ríkið nokkuð yfir 90 milj. íbúa, eða
meira en Frakkland og Stóra-Bretland til samans.
Segja má, að í Japan búi aðeins ein þjóð, sem á eld-