Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 111
Skírnir]
Japan.
109
íorna menningu, er upphaflega er komin frá Kína, en hef-
lr þróazt á sjálfstæðan og einkennilegan hátt í landinu,
enda var það öldum saman lokað fyrir öllum útlending-
um. Fyrir miðja síðustu öld neyddu Ameríkumenn og
Englendingar stjórnina í Japan til þess að opna hafnir
smar fyrir kaupmönnum annara þjóða, og frá þeirri
stundu hófst hin mikla breyting á Japan, sem á sér ekk-
ert hliðstætt dæmi í veraldarsögunni.
Á hálfri öld lærðu Japanar allt hið merkasta í vís-
mdalegum og verklegum fræðum hins hvíta kynstofns.
Er nú svo komið, að í náttúrufræðislegum vísindum, lækn-
^sfræði og ýmiskonar verkfræði standa þeir jafnframar-
'ega, ef ekki framar, flestum Evrópuþjóðum. Þeir eru
allra manna námfúsastir, og í iðjusemi og sparsemi taka
teir flestum þjóðum fram. Að vísu eru þeir ekki jafn af-
kastamiklir til líkamlegrar vinnu og verkamenn vest-
rænna þjóða, en með frábærri iðni og þrautseigju og ekki
sizt verklegri hagsýni tekst þeim að ná góðum árangri.
Þótt Japanar .hafi gleypt hina vísindalegu menntun
^ esturþjóðanna, þá hafa þeir þó varðveitt dyggilega flest
bað, sem sérkennilegt er í fari þeirra. Tungumál þeirra,
siðir og trúarbrögð eru þann dag í dag að mestu eins og
fyrir mörgum öldum. Til dæmis hefir hvorki kristni né
Múhameðstrú fengið neina verulega útbreiðslu í Japan.
Ánnars eru Japanar yfirleitt litlir trúmenn, en halda
akaflega fast við ytri siði trúarflokka sinna. Yfirleitt má
seSja, að fornar siðvenjur og ytra form hafi eins mikið
að segja í Japan nú á tímum og hjá riddarastéttinni í
Norðurálfu á 14. og 15. öld.
Japanar og Norðurálfumenn eiga litla samleið. í
samkvæmislífinu geta þeir varla umgengizt hverir aðra,
!lema með kaldri kurteisi, og persónuleg vinátta milli
teirra er afar sjaldgæf. Lífsskoðanir vestrænna og aust-
lænna þjóða eru svo gagnólíkar, að þær geta varla nokk-
Urn tíma runnið saman, eða haft varanlega samvinnu.
Eér virðast hin alkunnu orð Kiplings: